Ístak hf
Ístak hf
Ístak hf

Yfirverkstjóri í vélsmiðju

Ístak leitar að reynslumiklum einstakling í stöðu yfirverkstjóra í vélsmiðju. Vélsmiðjan er í dag 32 manna vinnustaður sem er rekin sem sjálfstæð eining innan fyrirtækisins. Vélsmiðjan sinnir framleiðslu, uppsetningu og tæknivinnu tengda stáli. Bæði fyrir innri aðila innan fyrirtækisins og beint fyrir ytri aðila.

Yfirverkstjórinn vinnur náið með rekstrarstjóra deildarinnar og tryggir að vinnan sé í samræmi við væntingar fyrirtækis og verkkaupa hverju sinni. Yfirverkstjóri vinnur að því að umgengni, aðstaða, öryggi og frágangur á vinnustað sé samkvæmt lögum og gæðakröfum fyrirtækisins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stjórna vinnu starfsfólks og sjá til þess að störfum sé hagað í samræmi við verkáætlun
  • Verkefnastjórnun og skipulagning verkefna í samráði við aðra verk- og flokkstjóra innan deildarinnar
  • Eftirlit með undirverktökum eftir því sem við á
  • Samskipti við viðskiptavini innri sem ytri
  • Utanumhald um gæðamál suðu og uppsetning suðuferla
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Sveinspróf í stálsmíði, vélvirkjun eða skyldum greinum skilyrði, meistararéttindi og/eða suðuréttindi kostur
  • Reynsla af verkstjórn eða sambærilegu starfi
  • Samskiptafærni og tölvukunnátta
Auglýsing birt15. apríl 2025
Umsóknarfrestur30. apríl 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Bugðufljót 19, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar