Hafnasamlag Norðurlands
Hafnasamlag Norðurlands samanstendur af höfnum á Eyjafjarðarsvæðinu sem tilheyra sex byggðarlögum og fjórum sveitarfélögum. Samlagið var stofnað 1996 með þáttöku Akureyrar, Grýtubakkahrepps, Svalbarðsstrandarhrepps, Glæsibæjarhrepps og Arnarneshrepps, en þau tvö síðastnefndu tilheyra nú Hörgársveit. Hríseyjarhreppur og Grímseyjarhreppur hafa svo sameinast Akureyrarkaupstað.
Yfirvélstjóri/hafnarvörður hjá Hafnasamlagi Norðurlands bs.
Hafnasamlag Norðurlands bs. óskar eftir að ráða yfirvélstjóra/hafnarvörð til starfa. Um er að ræða ótímabundið, 100% starf með vinnutímann frá kl. 8:00 til 15:12. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða skv. samkomulagi.
Undir Hafnasamlag Norðurlands bs. falla Akureyrarhöfn, Grenivíkurhöfn, Svalbarðseyrarhöfn, Hjalteyrarhöfn, Hríseyjarhöfn og Grímseyjarhöfn.
Þetta er lifandi starf sem kallar á mikil samskipti við fólk og fyrirtæki.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vélstjórn hafnarbáta.
- Viðhald hafnarmannvirkja.
- Starf hafnarvarða við móttöku og brottför skipa.
- Eftirlit með aðgangsstýringu að hafnarsvæðinu.
- Eftirlit með að ákvæðum siglingaverndar sé framfylgt í samræmi við verndaráætlun hafnarinnar.
- Almenn og sérhæfð störf á starfssviði hafnarinnar sem til falla.
Menntunar- og hæfniskröfur
- VF 1
- Góð enskukunnátta.
- Góð tölvukunnátta.
- Bílpróf.
- Vinnuvélaréttindi kostur.
- Meirapróf kostur.
- Færni og lipurð í mannlegum samskiptum.
- Sjálfstæði og frumkvæði í starfi.
- Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utanhans samrýmist starfinu.
Auglýsing birt29. nóvember 2024
Umsóknarfrestur1. janúar 2025
Tungumálahæfni
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Fiskitangi 2, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðVinnuvélaréttindi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (8)
Akraborg leitar að vélvirkja/iðnfræðing í fullt starf
Akraborg ehf.
Vélstjóri
First Water
Sérfræðingur í viðhaldsmálum
First Water
Vanur kælimaður óskast til starfa
Rafstjórn ehf
Afgreiðsla í verslun og lager
Kristján G. Gíslason
Lífland óskar eftir vélvirkja á Akureyri
Lífland ehf.
Lífland óskar eftir vélvirkja
Lífland ehf.
Pípulagningamaður óskast
G.Ó. pípulagnir ehf