
Yfirþjálfari Hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði
Laust er til umsóknar starf yfirþjáfara hjá Hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði. Sörli leitar af kraftmiklum leiðtoga til að taka að sér yfirþjálfara starf félagsins í samstarfi við framkvæmdastjóra og stjórnir félagsins.
Um er að ræða yfirumsjón með námskeiðahaldi, skipulögðum reiðmennskuæfingum og fjölbreyttri fræðslu hjá félaginu. Reglulegar reiðmennskuæfingar stunduðu síðasta vetur rúmlega 80 manns á öllum aldri en heildar fjöldi þátttakenda á námskeiðum og æfingum var í kringum 150 manns. Að auki samþykkti stjórn að innleiða Afreksstefnu, fyrir yngri flokka, eftir fyrirmynd ÍSÍ sem unnið er eftir fræðslustarfi yngri flokka. Sörli hefur einnig undirritað viljayfirlýsingu um þátttöku fatlaðra þegar ný og glæsilega reiðhöll opnar.
Framundan eru gríðarlega spennandi tímar hjá félaginu og mikill áframhaldandi uppgangur þar sem að á árinu 2025 opnar fyrsti hluti einnar bestu innanhúsaðstöðu fyrir hestamennsku á landinu. Þjálfarar félagsins hafa undanfarið verið að mestu atvinnumenn í Sörla. Með auknum kröfum, umsvifum og fleiri möguleikum verður þörf fyrir fleiri þjálfara. Yfirþjáfarastaða í Sörla er tækifæri fyrir réttan aðila til að taka þátt í að halda áfram að þróa og móta framtíð íþóttarinnar innan Sörla. Framtíðar starfsumhverfið verður eitt það besta í þessari íþótt á landinu í samvinnu við það góða og metnaðarfulla starfsfólk sem fyrir er.
- Yfirumsjón með æfingum, fræðslu- og afreksþjálfun félagsins, í nánu samstarfi við framkvæmdastjóra.
- Yfirumsjón með þjálfun á þjálfurum í samráði við framkvæmdastjóra félagsins og stjórn
- Eftirlit með tekjum og kostnaði við fræðslu og námskeiðahaldi í samstarfi við framkvæmdastjóra
- Skipulagning á æfingatöflum og námskeiðum félagsins
- Taka þátt í að móta og skipuleggja afreksstarf félagsins
- Skipulagning og verkaskipting þjálfara
- Skipuleggja foreldrafundi og starf foreldraráða í samstarfi við framkvæmdastjóra
- Þjálfun samhliða yfirþjálfarahlutverkinu
- Þátttaka í verkefnum innan félagsins varðandi mót og eftirfylgni með yngri flokkum á innanfélagsmótum og fyrir Landsmót
- Önnur tilfallandi störf unnin í samráði við framkvæmdastjóra félagsins
- Reiðkennaramenntun
- Reynsla af þjálfun nauðsynleg
- Góðir skipulags- og stjórnunarhæfileikar og mikil og jákvæð hæfni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæði í starfi og hæfileiki til að vinna með öðrum
- Drifkraftur og frumkvæði
- Hæfileiki til að tjá sig í rituðu og töluðu máli
- Brennandi áhugi á hestamennsku og vinnu með fólki á öllum aldri
- Jákvæðni og vera tilbúin að takast á við nýjungar







