PLAY
PLAY
PLAY er íslenskt lágfargjaldaflugfélag sem býður flug til vinsælla áfangastaða á sem hagkvæmastan hátt fyrir farþega og náttúru. Með nýlegum Airbus 320neo og 321neo flugvélum er dregið sem mest úr losun gróðurhúsalofttegunda og þannig leitast við að koma fólki á áfangastað með sem minnstu kolefnisfótspori. Hjá PLAY er öryggið alltaf í fyrsta sæti og áhersla lögð á stundvísi, einfaldleika, gleði og hagstæð verð. Hjá PLAY er verið að byggja upp fjölbreyttan starfshóp og einstakan starfsanda. Áhersla er lögð á að skapa starfsmönnum öruggt og jákvætt starfsumhverfi sem er laust við mismunun og hvers konar áreitni. Við viljum bæta í þennan hóp drífandi og kraftmiklu fólki sem vill taka þátt í að breyta íslenskri flugsögu. Nánari upplýsingar eru veittar í gegnum netfangið jobs@flyplay.com. Eingöngu er tekið á móti umsóknum á https://flyplay.com/storf.
PLAY

Yfirmaður hliðartekjustýringar / Head of Ancillary revenue

Yfirmaður hliðartekjudeildar mun leiða og stýra hliðartekjustarfi PLAY, allt frá hliðartekjum seldar á vefsíðu til sölu um borð. Viðkomandi mun leiða teymi hliðartekna með það að markmiði að hámarka daglegar hliðartekjur og mun bera ábyrgð á að skila stigvaxandi hliðartekjum sem er ört stækkandi hluti af tekjum PLAY.

Í starfinu felst ábyrgð á daglegum rekstri núverandi tekjuinnstreymis sem og að bera kennsl á ný tækifæri ásamt því að bera ábyrgð á afköstum deildarinnar innan sölu- og markaðssviðs.

Helstu verkefni og ábyrgð
Að stýra hliðartekjudeild í átt að hámarkstekjum, bættri frammistöðu og standa skil á tekjum.
Að útbúa og innleiða áætlun með reglulegri þjálfun í teyminu, afkastamiklum úthlutunum og dreifingu verkefna.
Geta til að hafa áhrif á fyrirtækið í heild sinni hvað varðar þróun á heilbrigðu hliðartekjuumhverfi.
Að þróa verðlagningu og áætlun fyrir tekjur að frátalinni miðasölu.
Að styðja og/eða leiða hátæknilega innleiðingu á verðlagningu aukaþjónustu og sölu.
Að standa skil á og þróa vörulista fyrir allar hliðartekjur.
Að samhæfa kynningar og skilvirkar innleiðingar á nýjum samstarfsaðilum, þ.m.t. tilboðsgerð, samningaviðræður og samningagerð.
Að vinna með öðrum teymum á sölu- og markaðssviði að því að bera kennsl á styrkleika og veikleika og geta til að bregðast hratt við.
Dagleg eftirfylgni með netsölu og herferðum og aðgerðum sem eiga að auka tekjur.
Að hafa frumkvæði að og innleiða framsýnar og frumlegar vörur til að styrkja hliðartekjur og þar af leiðandi heildartekjur fyrirtækisins til lengri tíma.
Að greina og útbúa vikulegar/mánaðarlegar skýrslur um hliðartekjuáætlun og frammistöðu.
Menntunar- og hæfniskröfur
Að lágmarki fimm ár í söluumhverfi fluggeirans og augljós reynsla af hliðartekjum hjá flugfélagi.
Góð reynsla af því að leiða og þróa teymi, að útbúa áætlanir og skila árangri.
Háskólagráða, helst í stafrænni markaðssetningu, hagfræði eða markaðsfræði.
Góð greiningarhæfni og geta til að leysa úr vandamálum.
Reynsla af stjórnun og mannaforráðum í alþjóðlegu starfsumhverfi.
Mjög góð samskiptafærni og geta til að eiga í samskiptum við samstarfsaðila, samstarfsfólk og teymi sem vinna þvert á svið fyrirtækisins.
Hugarfar sem leitast við að ná stöðugum árangri.
Góð færni í verkefnastjórnun.
Góð færni í ensku - skrifa/tala/framsetning gagna.
Auglýsing stofnuð25. maí 2023
Umsóknarfrestur4. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.