
Kerecis
Kerecis (www.kerecis.com) er líftæknifyrirtæki sem er frumkvöðull í notkun á roði og fitusýrum í lækningartilgangi. Vörur Kerecis eru notaðar til meðhöndlunar á margskonar vefjaskaða s.s. þrálátum sárum, brunasárum, munnholssárum og til margskonar uppbyggingar á líkamsvef. Gildi Kerecis byggja á samúð, heiðarleika og áhugasemi.
Um 400 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu á Ísafirði, í Reykjavík, Sviss, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Sölumenn Kerecis selja vörur fyrirtækisins beint til heilbrigðisstofnana á Íslandi, á Þýskumælandi mörkuðum og Bandaríkjunum. Í öðrum heimshlutum er selt í gegnum dreifingaraðila.
Kerecis er það fyrirtæki sem vex hraðast í heiminum á sviði meðferðar á vefjaskaða. Tækni félagsins hefur vakið athygli á heimsvísu og á félagið í samstarfi um þróun og notkun á tækni þess víða um heim m.a. við bandarískar varnarmálastofnanir. Í Bandaríkjunum eru vörur Kerecis m.a. notaðar af mörgum stærstu spítölum landsins.

Yfirmaður gæðastýringar
Yfirmaður gæðastýringar stjórnar gæðadeild Kerecis á Ísafirði og er ábyrgur fyrir því að fyrirtækið uppfylli skilyrði sem sett eru fram í gæðastaðlinum ISO 13485 í samstarfi við gæðastjóra í Reykjavík. Yfirmaður gæðastýringar svarar til framleiðslustjóra og vinnur í nánu samstarfi við aðrar deildir í fyrirtækinu (framleiðsludeild, frumgerðardeild, þróunardeild o.fl.) með það að markmiði að þróa og bæta stöðugt verkferla og gæðastýringu í fyrirtækinu.
Um er að ræða 100% stöðu á Ísafirði.
Helstu verkefni og ábyrgð
Sjá til þess að gæðastýringu sé framfylgt við framleiðslu
Sjá til þess að verkferlum og vinnureglum gæðakerfis sé framfylgt
Skrá og vinna úr atvikum og umbótaverkefnum sem upp koma innan framleiðslunnar
Gefa út gæðavottorð fullunninar vöru
Koma auga á og vinna að nauðsynlegum umbótum á verkferlum og eyðublöðum gæðakerfisins
Halda utan um þjálfun starfsfólks í samstarfi við yfirmenn annarra deilda
Miðla upplýsingum um breytingar á gæðakerfi til starfsmanna
Vinna náið með gæðadeild í Reykjavík að umbótum og viðhaldi gæðakerfisins
Menntunar- og hæfniskröfur
Verður að hafa annað hvort BS gráðu eða tveggja ára reynslu sem hentar starfinu
Kunnátta á Microsoft Office
Kunnátta á HCL Notes er kostur
Kunnátta á Power BI eða sambærilegum forritum er kostur
Framúrskarandi enskukunnátta
Reynsla úr faginu er kostur
Geta til að vinna sjálfstætt
Geta til að forgangsraða verkefnum
Sambærileg störf (6)

Verkefnastjórar vottunarkerfa
Vottunarstofan Tún ehf. Reykjavík 13. feb. Fullt starf (+1)

Flight safety officer
Bláfugl ( Bluebird Nordic) Fullt starf

Housekeeping Manager - Bus Hostel
Bus Hostel Reykjavik Reykjavík Fullt starf

Sérfræðingur í mannauðsmálum
Reykjavik Sightseeing Reykjavík 31. jan. Fullt starf

Gæðalegur öryggisstjóri
ÍAV Reykjavík 31. jan. Fullt starf

Gæðastjóri
KS Sauðárkrókur Tímabundið (+1)
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.