
PLAY
PLAY er íslenskt lágfargjaldaflugfélag sem býður flug til vinsælla áfangastaða á sem hagkvæmastan hátt fyrir farþega og náttúru. Með nýlegum Airbus 320neo og 321neo flugvélum er dregið sem mest úr losun gróðurhúsalofttegunda og þannig leitast við að koma fólki á áfangastað með sem minnstu kolefnisfótspori.
Hjá PLAY er öryggið alltaf í fyrsta sæti og áhersla lögð á stundvísi, einfaldleika, gleði og hagstæð verð.
Hjá PLAY er verið að byggja upp fjölbreyttan starfshóp og einstakan starfsanda. Áhersla er lögð á að skapa starfsmönnum öruggt og jákvætt starfsumhverfi sem er laust við mismunun og hvers konar áreitni. Við viljum bæta í þennan hóp drífandi og kraftmiklu fólki sem vill taka þátt í að breyta íslenskri flugsögu.
Nánari upplýsingar eru veittar í gegnum netfangið jobs@flyplay.com.
Eingöngu er tekið á móti umsóknum á https://flyplay.com/storf.

Yfirmaður B2B sölu / Head of B2B Sales
PLAY leitar að yfirmanni söludeildar sem mun bera ábyrgð á að finna ný tækifæri ásamt áætlunargerð og að hámarka tekjustreymi úr B2B-starfsemi okkar á öllum mörkuðum.
Viðkomandi mun sjá um að útbúa B2B-áætlun og innleiða hana ásamt því að stýra teyminu, sinna samstarfi við allt sölu- og markaðssvið og bera að lokum ábyrgð á að skila tekjum frá öllum alþjóðlegum B2B-samstarfsaðilum.
Yfirmaður söludeildar og viðkomandi teymi eru andlit flugfélagsins út á við og bera ábyrgð á að auka sýnileika, ásamt því að hámarka tekjustreymi og markaðshlutdeild.
Helstu verkefni og ábyrgð
Að hrista upp í markaðnum og að tryggja að PLAY hafi raunverulega markaðshlutdeild á B2B-markaði.
Að leiða og stýra teyminu og hafa umsjón með farsælli innleiðingu á markaðsaðgerðum til að auka vörumerkjaþekkingu og tekjur.
Að búa til sölutækifæri, viðburði og samstarf til að auka tekjur.
Að heimsækja markaðssvæðin til að kynna starfsemi PLAY.
Að þróa áætlun og finna og innleiða samstarf við ólíka ferðaþjónustuaðila (TMC/MICE/CRUISE) á öllum mörkuðum.
Að leiða áætlun og innleiðingu á samstarfi sem hámarkar vöxt og tekjur.
Að finna og innleiða hagkvæma markaðssamstarfsáætlun sem hámarkar vöxt fjárfestinga.
Að vera fulltrúi PLAY á ferðaráðstefnum, sýningum og öðrum viðburðum innan ferðageirans til að kynna vörumerkið, stuðla að jákvæðri vörumerkjaþekkingu og styrkja vöxt fyrirtækisins.
Að tryggja að teymið standi skil á daglegum þörfum samstarfsaðila með hliðsjón af vaxandi sölu og tekjustreymi.
Að hafa skilning á straumum og stefnum í ferðaiðnaði sem hafa áhrif á kauphegðun viðskiptavina og svara með skapandi lausnum.
Að tryggja að tekjumarkmiðum sé náð.
Að fara fyrir öllum ferlum varðandi umsjón B2B-samstarfs.
Að sjá fyrir þarfir viðskiptavina og útbúa markaðs- og samstarfsáætlun sem hentar hverjum og einum.
Að stýra teyminu og samstarfsaðilum í átt að vaxandi tekjustreymi og markaðshlutdeild.
Að sinna samskiptum við stjórnendur innan tengslanetsins til að hvetja til aukinna viðskipta.
Að útbúa og kynna vikulega/mánaðarlega skýrslur fyrir stjórnendur um tekjuáætlun og frammistöðu.
Menntunar- og hæfniskröfur
Að lágmarki fimm ár í söluumhverfi fluggeirans.
Góð reynsla af því að leiða og þróa teymi, að útbúa áætlanir og skila árangri.
Einlægur áhugi, jákvæðni, heilindi og geta til að vinna jafnt með öllum.
Góð greiningarhæfni og geta til að leysa úr vandamálum.
Reynsla af stjórnun og mannaforráðum í alþjóðlegu starfsumhverfi.
Mjög góð samskiptafærni og geta til að eiga í samskiptum við samstarfsaðila, samstarfsfólk og teymi sem vinna þvert á svið fyrirtækisins.
Hugarfar sem leitast við að ná stöðugum árangri.
Góð færni í verkefnastjórnun.
Góð munnleg og skrifleg færni í framsetningu gagna.
Góð félags- og samskiptafærni í teymi.
Altalandi og skrifandi á ensku.
Sveigjanleiki til að ferðast þegar á þarf að halda.
Auglýsing stofnuð25. maí 2023
Umsóknarfrestur4. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Sölufulltrúi
Leiguskjól Reykjavík 22. júní Fullt starf

Deildarstjóri Business Central Þróunar og Gagnagreindar
Advania Reykjavík 19. júní Fullt starf

Sales Director- Come Shape the Future
DTE Reykjavík 18. júní Fullt starf

Deildarstjóri - Leikskólinn Hörðuvellir
Hafnarfjarðarbær Hafnarfjörður 13. júní Fullt starf

Deildarstjórar - Hraunvallaleikskóli
Hafnarfjarðarbær Hafnarfjörður 20. júní Fullt starf

Forstöðumaður hráefnisvinnslu óskast
Íslenska gámafélagið Reykjavík 13. júlí Fullt starf

Deildarstjóri vörusviðs hjá traustu fyrirtæki
Vinnvinn Reykjavík 14. júní Fullt starf

Deildarstjóri og kennari á ungbarnadeild
Leikskólinn Krakkaborg 14. júní Fullt starf

Vaktstjóri í sjóböðin í Hvammsvík
Hvammsvík Mosfellsbær 19. júní Fullt starf

Deildarstjóri innkaupa, birgðastýringar og lagerhalds
Icelandair Reykjanesbær 12. júní Fullt starf

Deildarstjóri – Leikskólinn Hlíðarendi
Hafnarfjarðarbær Hafnarfjörður 13. júní Fullt starf

Deildarstjóri í Laugasól
Leikskólinn Laugasól Reykjavík Fullt starf
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.