Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála

YFIRLÖGFRÆÐINGUR

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV) auglýsir stöðu yfirlögfræðings hjá stofnununni laust til umsóknar. Um er að ræða krefjandi og spennandi starf fyrir lögfræðings með leiðtogahæfileika. Staða yfirlögfræðings heyrir beint undir forstjóra í skipuriti GEV. Stofnunin hefur eftirlit með gæðum þjónustu sem veitt er m.a. á grundvelli barnaverndarlaga, laga um Barna- og fjölskyldustofu, laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, laga um málefni aldraðra, laga um Ráðgjafar- og greiningarstöð, laga um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu og laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Markmið með starfsemi GEV er að sú þjónusta sem lýtur eftirliti stofnunarinnar sé traust, örugg og í samræmi við ákvæði laga, reglugerða, reglna, samninga og leiðbeininga. Á næstu misserum eru fjölbreytt og mikilvæg verkefni framundan hjá GEV við þróun gæðaviðmiða í velferðarþjónustu á Íslandi. Gæðaviðmiðin eru hornsteinninn fyrir eftirlit með þjónustunni og þeim kröfum sem eru settar fram vegna rekstrarleyfa. Helstu verkefni hjá GEV eru auk þessa birting á lykiltölum yfir starfseminna, þróun ferla við leyfisveitingar, afgreiðsla leyfisumsókna, frumkvæðiseftirlit með gæðum þjónustu, stærri eftirlitsverkefni, afgreiðsla kvartana og ábendinga vegna yfir þjónusta og vegna alvarlegar atvika. Í starfinu felast samskipti við fjölmarga hagsmunaaðila.

Hjá GEV starfar metnaðarfullur og lífsglaður hópur sérfræðinga sem hefur ástríðu fyrir málaflokknum. Leitað er að drífandi, jákvæðum og öguðum einstaklingi sem er tilbúinn til að leiða lögfræðiteymi stofnunarinnar þar sem reynir á fagmennsku, sjálfstæði og samstarf.

Menntunar- og hæfniskröfur
Meistarapróf í lögfræði er skilyrði.
Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar er kostur.
Reynsla af opinberri stjórnsýslu á sviði velferðarþjónustu er skilyrði.
Þekking á málaflokkum og lögum sem lúta eftirliti stofnunarinnar er skilyrði.
Reynsla og þekking á verkefna- og breytingastjórnun er kostur.
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og lipurð í samvinnu.
Fagmennska og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
Helstu verkefni og ábyrgð
Reglufylgni sé tryggð í starfsemi stofnunarinnar.
Ráðgjöf um lagalegar túlkanir á starfssviði stofnunarinnar.
Umsjón með umsögnum um lagabreytingar og útfærslu reglugerða.
Yfirsýn og dreifing verkefna í lögfræðiteymi stofnunarinnar.
Tengiliður við persónuverndarfulltrúa.
Yfirsýn yfir vinnslu kvartana.
Ábyrgð á úrvinnslu á alvarlegum atvikum.
Samvinna og þátttaka í verkefnum þvert á teymi stofnunarinnar.
Auglýsing birt6. október 2022
Umsóknarfrestur18. október 2022
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar