

YFIRLÖGFRÆÐINGUR
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV) auglýsir stöðu yfirlögfræðings hjá stofnununni laust til umsóknar. Um er að ræða krefjandi og spennandi starf fyrir lögfræðings með leiðtogahæfileika. Staða yfirlögfræðings heyrir beint undir forstjóra í skipuriti GEV. Stofnunin hefur eftirlit með gæðum þjónustu sem veitt er m.a. á grundvelli barnaverndarlaga, laga um Barna- og fjölskyldustofu, laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, laga um málefni aldraðra, laga um Ráðgjafar- og greiningarstöð, laga um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu og laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Markmið með starfsemi GEV er að sú þjónusta sem lýtur eftirliti stofnunarinnar sé traust, örugg og í samræmi við ákvæði laga, reglugerða, reglna, samninga og leiðbeininga. Á næstu misserum eru fjölbreytt og mikilvæg verkefni framundan hjá GEV við þróun gæðaviðmiða í velferðarþjónustu á Íslandi. Gæðaviðmiðin eru hornsteinninn fyrir eftirlit með þjónustunni og þeim kröfum sem eru settar fram vegna rekstrarleyfa. Helstu verkefni hjá GEV eru auk þessa birting á lykiltölum yfir starfseminna, þróun ferla við leyfisveitingar, afgreiðsla leyfisumsókna, frumkvæðiseftirlit með gæðum þjónustu, stærri eftirlitsverkefni, afgreiðsla kvartana og ábendinga vegna yfir þjónusta og vegna alvarlegar atvika. Í starfinu felast samskipti við fjölmarga hagsmunaaðila.
Hjá GEV starfar metnaðarfullur og lífsglaður hópur sérfræðinga sem hefur ástríðu fyrir málaflokknum. Leitað er að drífandi, jákvæðum og öguðum einstaklingi sem er tilbúinn til að leiða lögfræðiteymi stofnunarinnar þar sem reynir á fagmennsku, sjálfstæði og samstarf.













