Yfirlandvörður á Norðurlandi eystra
Umhverfisstofnun leitar að öflugum einstaklingi til að hafa umsjón með friðlýstum svæðum í Þingeyjarsveit. Starfsaðstaðan er á Gíg í Mývatnssveit.
Umhverfisstofnun hefur umsjón með yfir hundrað náttúruverndarsvæðum á Íslandi. Okkar helstu verkefni snúa að verndun friðlýstra svæða og þjónustu við gesti þeirra. Verndarsvæðin sem um ræðir eru meðal annars við Mývatn og Goðafoss og heyra undir Umhverfisstofnun og mun yfirlandvörður vinna í teymi á sviði náttúruverndar þar sem áhersla er lögð á þverfaglega teymisvinnu og víðtæka samvinnu innri og ytri aðila. Í boði er fjölbreytt og krefjandi starf þar sem tækifæri verður til þátttöku í uppbyggingu starfseminnar á Norðurlandi eystra. Við leitum að jákvæðum einstakling með hæfni og áhuga á að skipuleggja og leiða störf landvarða.
- Dagleg umsjón og eftirlit verndarsvæðanna
- Dagleg umsjón og skipulagning verkefna landvarða og sjálfboðaliða
- Eftirlit með ástandi náttúru og menningarminja ásamt viðahaldi og endurheimt náttúrugæða
- Gæta þess að ákvæðum náttúruverndarlaga og sérlaga, friðlýsingarskilmála og stjórnunar- og verndaráætlana svæða sé fylgt
- Eftirlit með öryggi gesta
- Upplýsa og fræða gesti um náttúru og sögu svæðanna, m.a. með fræðslugöngum
- Sinna eftirliti og viðhaldi innviða
- Taka landvarðavaktir yfir háannatíma
- Þátttaka í gerð og miðlun fræðsluefnis
- Menntun og þekking sem nýtist í starfi
- Landvarðanámskeið eða nám sem Umhverfisstofnun telur samsvarandi
- Gild ökuréttindi
- Gild skyndihjálparréttindi
- Þekking á náttúruvernd og umhverfismálum
- Reynsla af landvörslustörfum
- Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum og þjónustulund
- Frumkvæði, metnaður og sjálfstæð vinnubrögð
- Gott vald á íslensku og ensku. Frekari tungumálakunnátta er kostur
- Þekking á viðkomandi starfssvæði er kostur