

Yfirlæknir bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands
Heilbrigðisstofnun Suðurlands óskar eftir að ráða yfirlækni bráðamóttöku HSU á Selfossi.
HSU veitir heilsugæslu-, sjúkrahús- og öldrunarþjónustu ásamt því að annast sjúkraflutninga. Þjónustusvæðið nær frá Þorlákshöfn í vestri til Hafnar í austri.
Hlutverk HSU er að móta, þróa og útfæra heilbrigðisþjónustu í umdæminu og tryggja íbúum Suðurlands og öðrum þjónustuþegum jafnan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni.
Þjónustumarkmið HSU byggja á gildum okkar um fagmennsku, virðingu og samvinnu. Velferð og þarfir þjónustuþega eru okkar leiðarljós.
Starfið er leiðtoga- og stjórnunarstarf sem felur í sér faglega, stjórnunarlega og rekstrarlega ábyrgð á starfsemi bráðamóttökunnar. Einnig stýrir yfirlæknir bráðaþjónustu utan spítala á Suðurlandi í nánu samstarfi við yfirmann sjúkraflutninga.
Leitað er eftir sérfræðilækni með víðtæka reynslu og hæfni til að vera í forystu fyrir þjónustu við sjúklinga, umbótastarfi, kennslu, rannsóknir, öryggismál og uppbyggingu mannauðs í sérgreininni í nánu samstarfi við framkvæmdarstjóra lækninga og annað starfsfólk.
Um er að ræða fullt starf sem er bæði áhugavert og krefjandi og reynir á mikla þekkingu í læknisfræði, samskiptahæfni og fagmennsku.
- Fagleg ábyrgð á uppbyggingu, skipulagi og þróun bráðalækninga og utanspítalaþjónustu við HSU, þ.m.t. kennslu og vísindastarfi í samráði við framkvæmdastjóra lækninga
- Fjárhagsleg ábyrgð í samráði við framkvæmdastjóra lækninga
- Starfsmannaábyrgð, ábyrgð á uppbyggingu mannauðs og daglegri stjórnun starfsmanna á einingunni í samráði við framkvæmdastjóra lækninga
- Samstarf við aðrar sérgreinar sjúkrahússins, heilsugæslu og hjúkrunarheimili
- Þátttaka í innanhússfræðslu
- Þátttaka í fjölbreyttum nýsköpunarverkefnum á vegum HSU eins og t.d. innleiðingu á sjúkraskráningarkerfinu Leviosa
- Íslenskt sérfræðileyfi
- Jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
- Leiðtogahæfileikar og geta til að leiða umbótastarf og breytingar
- Umtalsverð færni og virkni á sviði bráðalækninga
- Reynsla af kennslu og vísindastörfum æskileg

