Yfiriðjuþjálfi Landspítala
Við leitum eftir kraftmiklum stjórnanda til að leiða og efla starfsemi á Landspítala og byggja upp sterka liðsheild. Um er að ræða yfirmann iðjuþjálfa sem veita þjónustu á klínískum sviðum Landspítala. Starfið er ábyrgðarmikið og krefjandi og reynir á frumkvæði, stefnumótandi hugsun og samskiptahæfni. Viðkomandi mun starfa í nánu samstarfi við framkvæmdastjóra, aðra stjórnendur og samstarfsfólk.
Yfiriðjuþjálfi er yfirmaður iðjuþjálfa á Landspítala og stýrir daglegum rekstri og er leiðandi fyrir fagleg málefni. Yfiriðjuþjálfi er leiðtogi sem hefur þríþætta ábyrgð sem stjórnandi, þ.e.a.s. faglega ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagslega ábyrgð. Viðkomandi þarf að búa yfir hæfni í samskiptum og stuðla að teymisvinnu við aðra stjórnendur og samstarfsaðila.
Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. desember 2024 eða eftir nánara samkomulagi.