

Yfiriðjuþjálfi í samþætta þjónustu
Norðurmiðstöð auglýsir eftir öflugum iðjuþjálfa til starfa.
Um er að ræða 80% stöðu í dagvinnu og er vinnufyrirkomulag samkvæmt samkomulagi.
Æskilegt er að viðkomandi gæti hafið störf 1.nóvember eða eftir nánara samkomulagi.
Mikil þróunarvinna er á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, m.a. innleiðing velferðartækni.
Reykjavíkurborg hefur verið leiðandi í samþættri þjónustu heimahjúkrunar og heimastuðnings. Aukin áhersla er á þjónustu í heimahúsi, ásamt því að styðja við sjáfstæða búsetu og auka lífsgæði íbúa.
Um er að ræða fjölbreytt starf þar sem iðjuþjálfi er með starfsstöð vð samþætta þjónustu á Sléttuvegi en er jafnframt starfar með öðrum starfsstöðum í búsetuþjónustu innan Norðurmiðstöðvar.
Á Sléttuvegi starfar þéttur og samheldinn hópur starfsfólks, hjúkrunarfæðinga, sjúkraliða, auk iðjuþjálfa. Jákvæðni og liðsheild einkennir vinnustaðinn. Hér er lögð áhersla á þverfaglega teymisvinnu og samráð við þjónustuþega.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Iðjuþjálfafélags Íslands.





















