Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu. Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar. Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Yfiriðjuþjálfi í samþætta þjónustu

Norðurmiðstöð auglýsir eftir öflugum iðjuþjálfa til starfa.

Um er að ræða 80% stöðu í dagvinnu og er vinnufyrirkomulag samkvæmt samkomulagi.

Æskilegt er að viðkomandi gæti hafið störf 1.nóvember eða eftir nánara samkomulagi.

Mikil þróunarvinna er á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, m.a. innleiðing velferðartækni.

Reykjavíkurborg hefur verið leiðandi í samþættri þjónustu heimahjúkrunar og heimastuðnings. Aukin áhersla er á þjónustu í heimahúsi, ásamt því að styðja við sjáfstæða búsetu og auka lífsgæði íbúa.

Um er að ræða fjölbreytt starf þar sem iðjuþjálfi er með starfsstöð vð samþætta þjónustu á Sléttuvegi en er jafnframt starfar með öðrum starfsstöðum í búsetuþjónustu innan Norðurmiðstöðvar.

Á Sléttuvegi starfar þéttur og samheldinn hópur starfsfólks, hjúkrunarfæðinga, sjúkraliða, auk iðjuþjálfa. Jákvæðni og liðsheild einkennir vinnustaðinn. Hér er lögð áhersla á þverfaglega teymisvinnu og samráð við þjónustuþega.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Iðjuþjálfafélags Íslands.

Helstu verkefni og ábyrgð
Meta færni við athafnir daglegs lífs og virkni.
Eftirfylgd með einstaklingum, sjálfsbjargargetu og endurhæfingu.
Mat á hjálpartækjaþörf til þess að stuðla að sjálfstæðri búsetu sem og vinnuaðstöðu starfsmanna.
Umsjón með umsóknum og pöntunum á hjálpartækjum.
Tekur þátt í mati á þjónustuþörf vegna nýrra beiðna og endurmati á þjónustu.
Veita fræðslu og ráðgjöf til starfsmanna m.a. vegna notkunar á hjálpartækja eða vinnuaðstöðu.
Er hluti af stjórnunarteymi starfsstaðar.
Menntunar- og hæfniskröfur
Íslenskt iðjuþjálfaleyfi.
Að minnsta kosti 3 ára reynsla sem iðjuþjálfi er kostur.
Reynsla af teymisvinnu er kostur.
Sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum
Góð samskipta- og skipulagshæfni
Íslenskukunnátta, C1 skv. evrpóska tungumálarammanum .
Þekking á sjúkraskrákerfinu SÖGU æskileg
Hreint sakavottorð í samræmi við lög um málefni fatlaðs fólks sem og reglur Reykjavíkurborgar
Fríðindi í starfi
https://reykjavik.is/atvinna-og-mannaudur/hlunnindi
Stytting vinnuviku
Auglýsing stofnuð14. september 2023
Umsóknarfrestur28. september 2023
Starfstegund
Staðsetning
Sléttuvegur 7, 103 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.