Yfir-reiðkennari/-þjálfari
Hestaíþróttafélagið Hörður í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða yfir-reiðkennara/-þjálfara til félagsins. Hörður er fyrirmyndarfélag ÍSÍ og starfar eftir þeim gildum.
Laun eru verktakagreiðslur samkvæmt samkomulagi og vinnuskylda er í um það bil 9 mánuði á ári. Um er að ræða hutastarf.
Upplýsingar um starfið veitir Margrét í netfanginu formadur@hordur.is og síma 8247059
Umsóknarfrestur er til 26.ágúst og stefnt er að því að starfið hefjist fljótlega í september.
Öllum umsóknum verður svarað.
·
- helstu verkefni:
• Koma kennsluáætlun félagsins í framkvæmd.
• Skipuleggja helgarnámskeið og sýnikennslur í samráði við nefndir félagsins.
• Námskeiðagerð í samráði við fræðslu og æskulýðsnefnd
• Verðleggja námskeið í samvinnu við starfsmann félagsins.
• Búa til auglýsingar fyrir námskeið.
• Ráða reiðkennara til að sinna kennslu fyrir félagið og semja um laun í samráði við gjaldkera.
• Skipuleggja stundaskrá fyrir kennslu/æfingar í samstarfi við starfsmann Harðar.
• Endurskoða reikninga reiðkennara og staðfesta til gjaldkera.
• Umsjón með Knapamerkjum og samskipti við Hólaskóla vegna þeirra.
• Halda utan um keppnishóp í undirbúningi fyrir og á stórmótum.
Hæfniskröfur:
· Reiðkennaramenntun.
· Góð færni í mannlegum samskiptum
· Góð færni í íslensku bæði talað og ritað
· Góð almenn tölvukunnátta
· Góðir skipulagshæfileikar
· Frumkvæði og drifkraftur, sjálfstæði í vinnubrögðum