Wise lausnir ehf.
Wise lausnir ehf.
Wise er ört vaxandi þekkingarfyrirtæki, sérhæft í stafrænum lausnum sem veita viðskiptavinum forskot í þeirra rekstri. Hjá Wise starfa um 120 manns í Reykjavík og á Akureyri með áratuga reynslu og þekkingu á sviði alhliða viðskiptalausna. Wise er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem leitast er við að auka fjölbreytileika í ráðningum. Við leggjum áherslu á hvetjandi starfsumhverfi með markvissri fræðslu og þjálfun, að starfsfólki líði vel í vinnunni og að starfsandi sé eins og best verður á kosið. Jafnframt er boðið upp á samgöngu- og íþróttastyrk til starfsmanna. Fyrirtækið býður upp á samkeppnishæf laun og hlaut jafnlaunavottun 2021 og viðurkenningu FKA Jafnvægisvogarinnar 2022.
Wise lausnir ehf.

Wise leitar að þjónustufulltrúa

Ert þú að leita að nýjum tækifærum og hefur gaman að tækni? Þrífst þú á samskiptum við fólk?

Wise er að bæta við sig þjónustufulltrúa í öflugt teymi sem veitir framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina. Við leitum að lausnamiðuðum og þjónustuliprum einstaklingi sem hefur áhuga á stafrænni umbreytingu og þrífst í ört vaxandi tækniumhverfi.

Starfið hentar aðila sem býr yfir framúrskarandi samskiptahæfni, frumkvæði, góðri tölvukunnáttu og hefur gaman að því að tileinka sér nýja tækni.

Helstu verkefni og ábyrgð
Þjónusta í símaveri
Utanumhald og skipulag beiðna í þjónustuveri
Þjónusta við uppsetningu á viðskiptakerfum fyrir viðskiptavini
Tækniaðstoð til viðskiptavina
Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
Rík þjónustulund
Framúrskarandi samskiptahæfni
Þekking og reynsla af Jira eða sambærilegum kerfum
Þekking og reynsla af Microsoft Dynamics Business Central kostur
Skipulögð vinnubrögð og áhugi á að tileinka sér nýja tækni.
Geta til að vinna sjálfstætt, enjafnframt geta til að vinna í teymi
Aðlögunarhæfni og lausnamiðuð hugsun
Auglýsing stofnuð17. mars 2023
UmsóknarfresturEnginn
Starfstegund
Staðsetning
Ofanleiti 2, 103 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.Dynamics NAVPathCreated with Sketch.Dynamics NAVPathCreated with Sketch.NavisionPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.