
Hagar
Hagar hf. er leiðandi verslunarfyrirtæki sem starfar á íslenskum dagvöru- og eldsneytismarkaði. Hagar starfrækja samtals 38 matvöruverslanir undir vörumerkjum Bónus og Hagkaups og netverslun Eldum rétt, 25 Olís þjónustustöðvar, 42 ÓB stöðvar, umfangsmikla vöruhúsastarfsemi, birgðaverslun auk verslunar með sérvöru. Hjá Högum og dótturfélögum starfa um 2.600 manns sem hafa það að markmiði að stuðla að bættum lífskjörum viðskiptavina í gegnum framúrskarandi verslun.
Hjá Högum starfar sterk liðsheild, þar sem mikið er lagt upp úr góðum starfsanda og sjálfstæðum vinnubrögðum. Við leggjum áherslu á lifandi og skemmtilegt starfsumhverfi, sveigjanleika í starfi og starfsþróun með fjölbreyttum verkefnum og tækifærum.

Vörustjóri veflausna (e. Tech Lead)
Sérfræðingar í hugbúnaðarþróun og stjórnun hugbúnaðarþróunar
Vilt þú taka þátt í stafrænni vegferð Haga og dótturfélaga og móta þannig verslunarupplifun framtíðarinnar með okkur?
Hagar leita nú að sérfræðingum sem eru til í að taka þátt í spennandi nýþróun sem og daglegum rekstri hugbúnaðar á kjarnasviði Haga og dótturfélaga.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Yfirumsjón með þróun og innleiðingu á vef- og app lausnum
- Val á tæknilausnum og aðferðum
- Samþætting veflausna við aðrar lausnir (viðskiptakerfi og önnur kerfi)
- Ráðgjöf og samvinna við dótturfélög Haga
- Þátttaka í uppbyggingu vef teymis og mótun vinnubragða
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af stjórnun hugbúnaðarverkefna
- Almenn reynsla í góðum vinnubrögðum í hugbúnaðarþróun
- Þekking á þróun vefverslana
- Þekking á Adobe Commerce er kostur
Auglýsing stofnuð15. nóvember 2023
Umsóknarfrestur27. nóvember 2023
Starfstegund
Staðsetning
Holtagarðar, 104 Reykjavík
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Lausnaráðgjafi
Uniconta
Sérfræðingur í skýjalausnum
Origo hf.
Staff Site Reliability Engineer
Lucinity
Sérfræðingur í tæknirekstri
Reiknistofa bankanna
Forritarar í stafrænar lausnir
VÍS
Tæknilegur vöru- og verkefnastjóri hugbúnaðarlausna
Landspítali
Tools Programmer
CCP Games
Við leitum að forriturum í Data teymið okkar
Arion banki
Vefforritari
Five Degrees ehf.
Kerfisstjóri
Kvika banki hf.
Hugbúnaðarsérfræðingur í Rafrænni stjórnsýslu
Advania
Sérfræðingur netkerfa í eldveggja lausnum
Advania