Síminn
Síminn
Síminn

Vörustjóri netlausna á fyrirtækjamarkaði

Síminn leitar að metnaðarfullum og lausnamiðuðum einstaklingi í starf vörustjóra netlausna á fyrirtækjamarkaði.

Vörustjóri netlausna er hluti af teymi viðskiptaþróunar og vörustýringar á Fyrirtækjasviði Símans. Teymið ber ábyrgð á frammistöðu vöruframboðs og skapa ný tækifæri til virðissköpunar. Hjá okkur færðu tækifæri til að vaxa í krefjandi og spennandi vinnuumhverfi, þar sem þínar hugmyndir og framlag skipta máli.

Við leitum að einstaklingi með yfirgripsmikla þekkingu á net- og netöryggismálum, ríka vöruhugsun og áhuga á að skapa verðmætar og traustar lausnir fyrir viðskiptavini.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón og efling vöruframboðs netlausna á fyrirtækjamarkaði
  • Mótun stefnu og framtíðarsýnar lausna innan nethögunar, netrekstrar og netöryggis
  • Arðbærni vara og þjónustu, þar á meðal áætlanagerð og verðlagning
  • Samskipti og samningar við birgja
  • Umsjón verkefna og samhæfing samstarfsaðila
  • Þekkingarmiðlun og stuðningur við sölu- og þjónustuteymi
  • Ráðgjöf til viðskiptavina og úrvinnsla endurgjafar
  • Greining tækifæra og innleiðing nýjunga í vöruframboði og verklagi

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Yfirgripsmikil þekking á netkerfum og netöryggi
  • Reynsla af netbúnaði og tengdum öryggislausnum, t.d. Fortinet
  • Góð færni í greiningum og framsetningu gagna
  • Áhugi á nýsköpun og tækniþróun, sér í lagi á fjarskiptamarkaði
  • Frumkvæði og sterk umbótahugsun
  • Lausna- og þjónustumiðað hugarfar
  • Skipulögð og fagleg vinnubrögð
  • Framúrskarandi samskiptafærni
Fríðindi í starfi
  • Árlegur líkamsræktarstyrkur 
  • Aðgengi að velferðarþjónustu Heilsuverndar 
  • Rafmagnsbílastæði, hjólageymslur og búningsaðstaða 
  • Gleraugnastyrkur 
  • Afslættir af vörum og þjónustu Símans 
  • Samgöngustyrkur vegna vistvænna samgangna til og frá vinnu 
  • Námsstyrkir
Aðrar upplýsingar

Síðan 1906 hefur Síminn tengt heimili og fyrirtæki á Íslandi við umheiminn. Við leggjum áherslu á að veita framúrskarandi þjónustu byggða á fyrsta flokks tækni. Við byggjum á sterkri liðsheild og kunnum að meta jákvætt, árangursdrifið og lausnamiðað hugarfar. Síminn vill laða til sín framúrskarandi starfsfólk og lögð er mikil áhersla á vellíðan, hvetjandi umhverfi, tækifæri til vaxtar, jafnrétti og fjölbreytileika. 

Sótt er um starfið á vef Símans. Umsóknarfrestur er til og með 15. desember 2025. 

Nánari upplýsingar veitir [email protected]

Í anda jafnréttisstefnu Símans hvetjum við öll kyn til að sækja um.

Auglýsing birt26. nóvember 2025
Umsóknarfrestur15. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Ármúli 25, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.GreiningarfærniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Vöruframsetning
Starfsgreinar
Starfsmerkingar