Nova
Nova
Nova

Vörustjóri | Græjur og tæki

Við leitum að drífandi og metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir framúrskarandi leiðtogahæfni til að taka dansinn með okkur.
Vörustjóri | Græjur&tæki ber ábyrgð á öllu vöruframboði raftækja og smávöru Nova. Það felur í sér að koma auga á nýjar og spennandi vörur þannig að Nova sé ávallt fyrst með nýjungar og bjóði reglulega upp á skemmtilegar vörur sem drífa að heimsóknir í verslanir og vef.
Vörustjóri | Græjur&tæki vinnur náið með markaðsdeild og öðrum deildum til að tryggja rétt vöruúrval, skipuleggja framsetningu í verslun sem og birtingu á vef og að koma þeim á framfæri til viðskiptavina. Viðkomandi vinnur einnig náið með Innkaupastjóra við að skipuleggja innkaup þannig að Nova bjóði ávallt upp á besta dílinn. Vörustjóri | Græjur&tæki sér einnig til þess að vöruupplýsingar séu til staðar með skýrum hætti ásamt því að sýningartæki og rafrænar verðmerkingar séu til staðar í verslunum þannig að viðskiptavinir geti nálgast allar upplýsingar á einfaldan hátt.
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg umsjón og eftirlit með vöruúrvali
  • Stýring og eftirlit með sölu, framlegð, verðlagningu og birgðum.
  • Ákveða hvaða vörur eru í áherslu og sýnilegar hverju sinni
  • Greiningar á sölu- og birgðarþróun.
  • Greiningar á markaði og vöruflokkum.
  • Þátttaka í áætlanagerð og eftirlit með áætlun.
  • Samskipti við innlenda og erlenda birgja.
  • Finna nýjar vörur, fylgjast með nýjustu straumum og stefnum
  • Þjálfun starfsfólks
  • Umsjón og ábyrgð á útliti vara í verslunum og á vef.
  • Greina sölutölur – hvar tækifærin liggja og breytingar á markaði.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur.
  • Greiningarhæfni og færni í Excel.
  • Þekking og reynsla af PowerBI.
  • Framsetning tölulegra gagna.
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar og þjónustulund.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta.
  • Reynsla af Navision og/eða Business Central mikill kostur.
  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi er bráðnauðsynleg. Sömuleiðis ódrepandi áhugi á sölu- og þjónustumálum, víðsýni, samskiptahæfileikar, tæknikunnátta og allt það. Já, þú skilur þetta rétt við erum að leita að týpu sem getur allt.
Auglýsing stofnuð16. apríl 2024
Umsóknarfrestur8. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Lágmúli 9, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁætlanagerðPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HugmyndaauðgiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar