Icelandia
Icelandia
Fyrirtæki Icelandia eiga sér langa sögu í íslenskri ferðaþjónustu en Reykjavik Excursions er eitt elsta ferðaþjónustu fyrirtæki landsins, stofnað 1968. Icelandic Mountain Guides hafa frá 1994 verið í fararbroddi íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja á sviði afþreyingar, göngu- og fjallaferða. Félögin eru brautryðjendur á sínum sviðum og sinna ferðamönnum með ólíkri þjónustu sem spannar allt frá rútuferðum til sérsniðinna ævintýraferða. Þekking, öryggi, fjölbreytni og traustur grunnur sameinar fyrirtækin undir merki Icelandia. Hjá Icelandia starfa yfir 400 einstaklingar sem leggja sig fram við að veita framúrskarandi þjónustuupplifun. Við leitum að áhugasömu starfsfólki sem nýtir þekkingu og reynslu í daglegum störfum í jákvæðu starfsumhverfi. Fyrirtækið er ISO 14001 vottað og er það markmið okkar að nálgast náttúruna með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.
Icelandia

Vörustjóri

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia er leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Við sinnum ferðamönnum með ólíkri þjónustu sem spannar allt frá dagsferðum til sérsniðinna ævintýraferða. Nú leitum við að vörustjóra í hópinn okkar.

Ferðaskrifstofa Kynnisferða leitar að sjálfstæðum og kraftmiklum einstaklingi til þess að sinna vörustýringu á ferðasviði okkar.Við leitum að skapandi, nákvæmum og sjálfstæðum einstaklingi sem getur tileinkað sér sjálfstæð og öguð vinnubrögð.

Helsta ábyrgðarsvið:

 • Yfirumsjón með vöruframboði
 • Nýsköpun og þróun á vöruframboði
 • Greining á þörfum og tækifærum vöruþróunar
 • Yfirumsjón og ábyrgð á ferðalýsingum og innihaldi ferða, svo sem ferðatengingar og tímasetningar
 • Verðlagning og framlegðargreining
 • Samningagerð við birgja
 • Umsjón og ábyrgð með umboðssöluferðum
 • Umsjón með farmiðum, birgjamiðum og rútuskiltum sem tengist vörum


Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun á sviði viðskipta- eða ferðamálafræði er æskileg
 • Reynsla sem nýtist í starfi
 • Frábær íslenskukunnátta í ræðu og riti
 • Reynsla af verkefnastýringu æskileg
 • Góð samstarfshæfni
 • Góð Excel kunnátta
 • Góð almenn tölvukunnátta

Hvetjum öll kyn til að sækja um!

Frekari upplýsingar gefur Inga Dís Richter, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála, ingadis@icelandia.is

Auglýsing stofnuð18. september 2023
Umsóknarfrestur2. október 2023
Starfstegund
Staðsetning
Klettagarðar 12, 104 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.Microsoft ExcelPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.