Vörumerkjastjóri Víking
Hefur þú brennandi áhuga á markaðsmálum og vilt starfa hjá framsæknu fyrirtæki með þekkt vörumerki? Coca-Cola Europacific Partners á Íslandi óskar eftir öflugri manneskju í teymi okkar til að stýra vörumerkjum Víking Brugghús.
Við leitum að drífandi, jákvæðri og metnaðarfullri manneskju með ástríðu fyrir markaðsmálum. Við bjóðum áhugavert og skemmtilegt starf í alþjóðlegu starfsumhverfi þar sem þú munt hafa tækifæri til að vaxa sem fagmanneskja og hafa áhrif.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Markaðssetning og uppbygging vörumerkja Víking Brugghús
• Stefnumótun og framtíðarsýn fyrir vörumerkið
• Skipulagning og framkvæmd markaðsherferða og viðburða
• Samsetning á vöruúrvali og þátttaka í vöruþróun
• Áætlanagerð og ýmis skýrslugerð
Hæfnis- og menntunarkröfur
• Háskólagráða í markaðsfræði, viðskiptafræði eða sambærilegt
• Reynsla og brennandi áhugi á markaðsmálum
• Greiningarhæfni og fagleg þekking á markaðsmálum
• Mikil reynsla af stefnumótun
• Góðir samskiptahæfileikar
• Sjálfstæði í vinnubrögðum, skipulagshæfni og áreiðanleiki
• Drifkraftur, frumkvæði og jákvæðni
• Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli
• Góð tölvukunnátta og færni til að tileinka sér nýjungar
Coca-Cola er meðal stærstu og þekktustu alþjóðlegu vörumerkja í heiminum og er neytt daglega af milljörðum fólks um allan heim. Coca-Cola á Íslandi er alþjóðlegur vinnustaður með yfir 80 ára sögu í íslensku samfélagi. Við bjóðum upp á spennandi og líflegan vinnustað þar sem unnið er markvisst að jafnréttismálum, vexti og vellíðan starfsfólks.
Öll sem uppfylla hæfniskröfur auglýstra starfa eru hvött til að sækja um störf, óháð kyni, trúarbrögðum, litarhætti, uppruna, kynhneigð, aldri eða fötlun.
Umsóknarfrestur er til og með 17. nóvember.
Frekari upplýsingar veitir Atli Sigurður Kristjánsson akristjansson@ccep.com.