
BL ehf.
BL er eitt stærsta og elsta bílaþjónustufyrirtæki landsins og nær saga okkar allt aftur til ársins 1954.
Á þeim tíma hafa bílar og bílaframleiðsla breyst gríðarlega og sjaldan hefur þróunin verið jafn spennandi og einmitt núna þegar nýir möguleikar eru að opnast til að koma okkur hratt og örugglega milli staða í sem mestri sátt við umhverfið og náttúruna.
Á fimm starfsstöðvum rekum við umboð fyrir fólks- og atvinnubíla frá 12 framleiðendum og starfrækjum vottuð þjónustu-, málningar- og réttingaverkstæði sem eru ein þau fullkomnustu á landinu. Við leggjum áherslu á góða starfsaðstöðu og starfsanda og hjá okkur er öflugt starfsmannafélag. BL er með jafnlaunavottun og við erum fyrirmyndarfyrirtæki VR.
Hvort sem þú leitar að tímabundnu starfi eða hyggur á fagmenntun til framtíðar þá færðu frábært tækifæri hjá BL til að kynnast nýjustu tækni og öðlast reynslu í einhverri mikilvægustu og fjölbreyttustu atvinnugrein samtímans í návígi við marga af fullkomnustu og glæsilegustu bílum heims.

Viltu leiða vörumerki lengra – með þig við stýrið?
BL leitar að öflugum og metnaðarfullum vörumerkjastjóra. Viðkomandi gegnir lykilhlutverki í því að tryggja árangur og vöxt vörumerkja BL í nánu samstarfi við söluteymi, markaðsdeild og birgja.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með pöntunum á nýjum bílum
- Samskipti við birgja og flutningsaðila BL ehf
- Samskipti og upplýsingamiðlun um bíla innan fyrirtækisins
- Kynningar á nýjum bílum og annað er fellur til varðandi þjálfun og fræðslu
- Áætlanagerð, skýrslugerð og greiningarvinna
- Samvinna við markaðsdeild
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af vörumerkjastjórnun æskileg
- Viðskiptaenska - mjög góð færni
- Excel - framúrskarandi færni
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Samningatækni
- Góð leiðtoga og samskiptafærni
- Sjálfstæð, skipulögð og fagleg vinnubrögð
- Nákvæmni, áreiðanleiki, metnaður og frumkvæði
- Íslenska skilyrði
- Ökuréttindi
Fríðindi í starfi
- Afsláttur af nýjum bílum
- Afsláttarkjör af aukahlutum, varahlutum, þjónustu ofl.
- Íþróttastyrkur
- Mötuneyti með heitum mat
- Afsláttur hjá systurfélögum BL;
- Hleðslu og hleðslustöðvum Ísorku
- Leiga á bílum hjá Hertz
Auglýsing birt5. desember 2025
Umsóknarfrestur14. desember 2025
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Sævarhöfði 2, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiLeiðtogahæfniÖkuréttindiSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (1)
