VLFS auglýsir eftir starfsmanni
Verkalýðsfélag Suðurlands óskar eftir að ráða einstakling í 100% starf á skrifstofu félagsins á Hellu. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf. Leitað er að jákvæðum og þjónustulunduðum aðila.
Félagssvæði Verkalýðsfélags Suðurlands nær frá Þjórsá í vestri að Lómagnúp í austri og nær til alls verkafólks sem starfar á almennum markaði, hjá sveitarfélögum og hjá ríkinu.
Bókhaldsvinna, innheimta og skráning rafrænna skjala.
Símsvörun, upplýsingagjöf til félagsmanna og túlkun kjarasamninga.
Útreikningar og ýmis verkefni tengd vinnuréttarmálum.
Afgreiðsla/umsjón umsókna í mennta- og sjúkrasjóð.
Önnur tilfallandi verkefni.
Þekking í bókhaldi og reynsla af skrifstofustörfum kostur.
Þjónustulund, jákvætt viðmót og lipurð í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Góð almenn tölvukunnátta og góð tungumálakunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti.
Þekking á starfsemi stéttarfélaga og þekking á DK bókhaldskerfi kostur.
Vinnuskylda 9:00-16:00. 13,04% orlof.