VISS á Selfossi óskar eftir leiðbeinanda
VISS, vinnu og hæfingarstöð á Selfossi óskar eftir leiðbeinanda í 100% stöðu
VISS er vinnustaður sem tryggir vinnu og virkni úræði fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu ásamt því að veita persónulegan stuðning og einstaklingsmiðaða, sveigjanlega og faglega þjónustu. Fatlað starfsfólk á VISS er fjölbreyttur hópur sem á það sameiginlegt að þurfa stuðning í vinnunni. Markmiðið með starfinu er að tryggja fötluðu fólki jafnrétti og sambærileg lífskjör á við aðra, ásamt öryggi þeirra á vinnustaðnum.
Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.
- Veita starfsmönnum með fötlun aðstoð og leiðbeiningar varðandi vinnu og virkni
- Veita starfsmönnum með fötlun persónulegan stuðning, einstaklingsmiðaða og sveigjanlega þjónustu
- Veita stuðning og umönnun með þarfir starfsmannsins í huga
- Veita persónulega aðstoð við athafnir daglegs lífs
- Fylgja eftir einstaklings-/ þjónustuáætlunum og vinnuferlum.
- Skipuleggja og forgangsraða störfum sínum í samráði við viðkomandi yfirmenn
- Reynsla af starfi með fötluðu fólki
- Menntun sem nýtist í starfi
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Jákvæðni og góð þjónustulund
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Almenn tölvu kunnátta æskileg
- Íslenskukunátta