
Endurvinnslan
Endurvinnslan hf. var stofnuð árið 1989, skv. lögum nr. 52/1989. Ástæða stofnunar félagsins var náttúru- og umhverfisvernd þó vonir stæðu til að hægt yrði að endurvinna umbúðirnar sem smám saman varð að veruleika. Endurvinnslan sér um móttöku, ásamt umboðsmönnum sínum, allra einnota drykkjarvöruumbúða hérlendis, greiðir út skilagjald þeirra, undirbýr þær til útflutnings og selur til endurvinnslu. 58 starfstöðvar starfa fyrir félagið um allt land.
Ísland var fyrst í heiminum til að koma á skilagjaldskerfi á landsvísu fyrir allar einnota drykkjarvöruumbúðir. Frá því fyrirtækið hóf starfsemi hefur árangur söfnunar verið með því besta sem gerist og hefur verið að nálgast 90% skil á ársgrundvelli.
Framlag Endurvinnslunnar til umhverfisverndar er verulegt því vegna skilagjaldsins eru einnota drykkjarumbúðir ekki lengur rusl sem liggur á víðavangi heldur endurvinnanleg verðmæti sem margir hafa fjárhagslegan hag af. Allir geta lagt sitt af mörkum til að halda landinu hreinu, auka nýtingu auðlinda jarðar og bæta viðhorfið til verðmæta, jafnframt því að skapa gjaldeyristekjur.
Endurvinnslan selur úr landi um 750 tonn af áli á ári og 1.800 tonn af plasti. Glerið notar Sorpa bs. til landfyllingar og við undirbyggingu vega ásamt fleiru en í samstarfi við Hlaðbæ Colas er verið að gera tilraunir með notkun glermulnings í malbik eins og gert er annars staðar í heiminum.

Vinnsla drykkjarumbúða - sumarstörf á Akureyri
Endurvinnslan hf. óskar eftir að ráða drífandi einstaklinga með afburða þjónustulund í fullt starf í vinnslu drykkjarumbúða á starfsstöð okkar á Furuvöllum 11, Akureyri.
Um er að ræða sumarstarf.
Unnið er alla virka daga frá kl. 8:00.
Skilyrði er að viðkomandi tali íslensku eða góða ensku og sé með hreint sakavottorð.
Við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásgeir Már Hauksson s: 690-5606, [email protected].
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka drykkjarumbúða
Auglýsing birt8. apríl 2025
Umsóknarfrestur22. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Furuvellir 11, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHreint sakavottorðMannleg samskiptiSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðTeymisvinnaÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

SA Lyfjaskömmtun - framtíðarstarf
Lyf og heilsa

Þjónusta í apóteki - Sumarstarf
Lyf og heilsa

Þjónusta í apóteki - Sumarstörf
Apótekarinn

Sumarstarfsmaður í verslun Hvolsvelli
Fóðurblandan

Airside & Warehouse Specialist
DHL Express Iceland ehf

Join our fantastic team at Perlan!
Perlan

Hlauparar - Terra Norðurland - sumarvinna
Terra hf.

Starfsmaður óskast í félagsmiðstöð eldri borgra Garðabæ
Garðabær

Construction worker with a lifting equipment J license!
GG Verk ehf

Starfsmaður í móttökustöð - Vestmannaeyjar
Terra hf.

Vöruhúsastjóri hjá Rubix Reyðarfirði
Rubix Ísland ehf

Sumarstarfsmaður
Slippfélagið ehf