
Veitur
Veitur eru framsækið þjónustufyrirtæki sem tryggir aðgengi að rafmagni, hita, vatni og fráveitu. Með nýsköpun og samstarfi veitum við lífsgæði til framtíðar. Veitur eru stærsta veitufyrirtæki landsins og þjónustar ríflega 70% landsmanna. Við setjum viðskiptavininn í fyrsta sæti og erum stöðugt að bæta okkur og finna leiðir til þess að þjónusta viðskiptavini okkar enn betur.
Til að vita meira um hvernig er að starfa hjá Veitum er tilvalið að heimsækja heimasíðuna okkar, www.veitur.is/vinnustadurinn.

Viltu vinna við veitukerfi okkar á Vesturlandi?
Við leitum að jákvæðum og framtakssömum einstakling til starfa í viðhaldsteymi Veitna á Vesturlandi.
Starfið felur í sér fjölbreytt og krefjandi verkefni á veitusvæði Veitna á Vesturlandi, með áherslu á Stykkishólm og Grundarfjörð. Starfsstöð er í Stykkishólmi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Viðhald og viðgerðir á dreifikerfi vatns- og hitaveitu
- Rekstur og viðhald á borholum, vatnsbólum, bakvatns- og dælustöðvum
- Tenging og eftirlit með stofn- og heimlögnum
- Skipulagning og framkvæmd verkefna í samvinnu við viðskiptavini, verktaka og aðra hagaðila
- Þátttaka í þróun á kerfum og ferlum er við kemur vinnuflokk sem og rekstri
- Skráning og skýrslugerð í starfrænum kerfum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sveinspróf í vélvirkjun, vélstjórn, pípulögnum eða sambærileg iðngrein
- Rík öryggisvitund
- Heiðarleiki, jákvæðni og lipurð í samskiptum
- Frumkvæði, umbótahugsun og útsjónarsemi
- Góð tölvukunnátta og vilji til að læra og tileinka sér nýja hluti
Auglýsing birt20. janúar 2026
Umsóknarfrestur3. febrúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
ÁreiðanleikiDrifkrafturFrumkvæðiVinna undir álagiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Þjónustumaður á verkstæði
Íslyft / Steinbock þjónustan ehf

Sérfræðingur í vélarafmagni
Íslyft / Steinbock þjónustan ehf

Umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar: Umsjónarmaður véla og tækja
Akureyri

Pípulagningameistari/sveinar og nemar
ÍAV

Starfsmaður í bifreiðaskoðun á Akureyri
Frumherji hf

Fjölbreytt sumarstörf hjá Orku náttúrunnar
Orka náttúrunnar

Vélvirki, vélstjóri
Stálorka

Sölu- og þjónustufulltrúi
Veltir

Vélamaður í pökkunardeild/Packaging Mechanic
Coripharma ehf.

Vélfræðingur (Service Engineer)
GEA Iceland ehf.

Verslunarstarf
Barki EHF

Reyndir viðgerðarmenn
Vélaverkstæði Þóris ehf.