

Viltu vera á skrá? Hjúkrunarfræðingar á geðsviði
Hefur þú áhuga á hjúkrun fólks með geðræðan vanda? Við á geðsviði leitum eftir hjúkrunarfræðingum sem vilja nýta þekkingu sína og færni á vettvangi geðþjónustunnar. Við bjóðum markvissa og einstaklingshæfða aðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum og spennandi tækifæri til þjálfunar og starfsþróunar. Þjónusta geðsviðs er fjölbreytt og starfsmöguleikar geta bæði verið innan bráðaþjónustu og endurhæfingarþjónustu sem og í langtímastuðningi við lífsgæði fyrir fólk með langvinna og flókna sjúkdómssögu. Starfsvettvangur getur verið á legudeild, dagdeild eða göngudeild.
Á geðsviði er unnið markvisst að eflingu geðhjúkrunar og áhersla er lögð á þverfaglega teymisvinnu, framþróun og stöðugar umbætur.
Vilt þú taka þátt í vegferðinni með okkur? Í starfaflokkinum ,,viltu vera á skrá" er eingöngu ráðið í tímabundnar stöður s.s.
- Störf við verkefni sem standa í tvo mánuði eða skemur
- Störf við afleysingar sem ekki er ætlað að standa lengur en 12 mánuði samfellt
Allar ótímabundnar stöður eru auglýstar og þarf að sækja um þær sérstaklega.





























































