Sumarstörf - Kópavogsbær
Sumarstörf - Kópavogsbær
Sumarstörf - Kópavogsbær

Viltu þjónusta í þjónustuveri?

Starfið felst í að sinna afleysingu starfsfólks í Þjónustuveri Kópavogsbæjar. Þjónustufulltrúi í þjónustuveri sinnir móttöku og almennri þjónustu við viðskiptavini, símsvörun og upplýsingamiðlun fyrir Bæjarskrifstofur Kópavogs, í samræmi við skilgreint hlutverk þjónustuvers. Þjónustufulltrúi tekur virkan þátt í vinnu við skráningu, uppfærslu og miðlun upplýsinga til jafnt innri sem ytri viðskiptavina.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Upplýsingagjöf í gegnum samskiptavef
  • Svara íbúum Kópavogs í síma varðandi erindi þeirra
  • Taka á móti gestum í þjónustuveri
  • Móttaka umsókna og teikninga
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stúdentspróf
  • Reynsla af þjónustu æskileg
  • Mjög góð íslensku kunnátta
  • Góð ensku kunnátta
Auglýsing birt4. febrúar 2025
Umsóknarfrestur25. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar