
Síminn Pay
Síminn Pay er fjártæknifyrirtæki í eigu Símans þar sem hefur það að markmiði að þróa nýstárlegar fjártæknilausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Síminn Pay gefur út greiðslukort, Léttkort, í samstarfi við Mastercard og varð þá fyrsta íslenska fyrirtækið utan bankastofnanna til að gefa út kort.
Síminn Pay er traust og framsækið fyrirtæki sem vill laða til sín framúrskarandi starfsfólk. Við leggjum áherslu á sterka liðsheild, hvetjandi starfsumhverfi og tækifæri til starfsþróunar og vaxtar. Við bjóðum uppá aðgang að framúrskarandi mötuneyti, fyrsta flokks kaffihúsi ásamt frábæru samstarfsfólki.

Viltu taka þátt í að breyta leiknum?
Síminn Pay leitar að hugbúnaðarsérfræðingi til að taka þátt í krefjandi en jafnframt spennandi verkefnum við hönnun og þróun á fjártæknilausnum sem miða að því að breyta núverandi fjármálalandslagi með nýstárlegri nálgun. Viðkomandi aðili yrði hluti af litlu en öflugu teymi þar sem reynir mikið á sjálfstæð vinnubrögð og lausnamiðaða hugsun.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hönnun og þróun fjártæknilausna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði eða sambærilegu er skilyrði
- Þekking og reynsla af C#, ASP.NET Core og MSSQL er skilyrði
- Reynsla af skýjalausnum Azure og AWS er kostur
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Lausnamiðuð hugsun
- Færni í samskiptum og gott viðmót
- Jákvæðni og drifkraftur
Fríðindi í starfi
- Árlegur líkamsræktarstyrkur
- Aðgengi að velferðarþjónustu Heilsuverndar
- Rafmagnsbílastæði, hjólageymslur og búningsaðstaða
- Gleraugnastyrkur
- Afslættir af vörum og þjónustu Símans
- Samgöngustyrkur vegna vistvænna samgangna til og frá vinnu
- Námsstyrkir
Auglýsing birt10. mars 2025
Umsóknarfrestur21. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Ármúli 25, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
.NETC#FrumkvæðiJákvæðniMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Vefstjóri
RJR ehf

Sérfræðingur í upplýsingatækni
Ferðaþjónusta bænda hf.

Ert þú QA sérfræðingur?
Wise lausnir ehf.

Ertu næsti UT meistari okkar ?
Terra hf.

CRM Manager
Key to Iceland

Forritari hjá Rue de Net – fullt af tækifærum í skýinu! ☁️
Rue de Net

Netsérfræðingur
Míla hf

Forritari hjá Rue de Net – Sumarstarf í skýinu! ☀️☁️
Rue de Net

Viltu starfa í upplýsingatækni?
OK

Sérfræðingur á sviði gagnagreininga (BI and Analytics)
Háskólinn í Reykjavík

Forritari í þróunarhóp á upplýsingatæknisviði
Háskólinn í Reykjavík

Backend Software Engineer (Pay Equity Team)
beqom