
Vinnueftirlitið
Hjá Vinnueftirlitinu starfar metnaðarfullur og samheldinn hópur sem leggur áherslu á að ná fram því markmiði að öll komi heil heim úr vinnu.
Við leitumst við að vera fyrirmyndarvinnustaður á sviði vinnuverndar og viljum að fagþekking starfsfólks sé eftirsótt til ráðgjafar í íslensku atvinnulífi. Við störfum saman í fagteymum og höfum skilvirka og vandaða stjórnsýslu að leiðarljósi.
Vinnueftirlitið býður fjölskylduvænt starfsumhverfi, samkeppnishæf starfskjör og tækifæri til að þróast og þroskast í starfi.

Viltu stuðla að vinnuvernd og öryggi? Reykjanesbær/Reykjavík
Vilt þú vera hluti af öflugri liðsheild sem stuðlar að vinnuvernd og öryggi?
Vinnueftirlitið leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi einstaklingi með mikla þekkingu og áhuga á vinnuvélum og tækjum til að ganga til liðs við teymi sérfræðinga á vinnuverndarsviði.
Viðkomandi mun koma til með að sinna vinnuvélaskoðunum ásamt því að veita leiðbeiningar á sviði vinnuverndar og vinna að sérverkefnum. Gleði, lausnarmiðað hugarfar og léttleiki eru eiginleikar sem við leitum að.
Um er að ræða 100% starf, starfstöð getur verið í Reykjanesbæ eða Reykjavík. Viðkomandi er mikið á ferðinni og í einhverjum tilfellum getur verið um lengri ferðalög að ræða.
Helstu verkefni og ábyrgð
Þátttaka í skipulagningu og framkvæmd eftirlits með skoðunarskyldum vinnuvélum og tækjum (lyftarar, jarðvinnuvélar, kranar, húsalyftur, katlar og aðrar tilfallandi vinnuvélar og tæki.) Í því felst meðal annars skýrslugerð vegna eftirlitsins og eftirfylgni með fyrirmælum sem sett eru fram
Þátttaka í umbótastarfi og þróun eftirlits með vinnuvélum og tækjum sem stofnunin sinnir
Leiðbeiningar til atvinnurekenda og starfsfólks um góða vinnuvernd með áherslu á forvarnir og heilbrigða vinnustaðamenningu
Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun sem nýtist í starfi, svo sem vélvirkjun, bifvélavirkjun, vélfræði eða sambærilegt
Sérhæfð reynsla og þekking sem nýtist í starfi, svo sem vinna við stjórnun og viðgerðir vinnuvéla
Góð almenn tölvukunnátta er nauðsynleg
Rík þjónustulund
Frumkvæði og framsýni
Mikil hæfni í samskiptum
Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
Kunnátta í ensku er æskileg
Kunnátta í þriðja tungumáli er kostur
Reynsla af vinnuverndar- og öryggisstörfum er kostur
Starfstegund
Staðsetning
Hafnargötu 90a, 230 Reykjanesbæ
Dvergshöfði 2, 110 Reykjavík
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Vanur vélamaður í viðhald
Lýsi
Bifvélavirki
Bílaverkstæðið Fram ehf
Skoðunarmaður ökutækja á Höfuðborgarsvæðinu
Frumherji
Leitum að Bifreiðasmið
Bretti Réttingaverkstæði ehf
Vélfræðingur
Orkubú Vestfjarða
Umsjón með fasteignum og búnaði
Isavia 
Rafvirki/kælimaður óskast til starfa
Rafstjórn ehf
Sölu- og þjónustufulltrúi í þjónustumóttöku
Volvo og Polestar á Íslandi | Brimborg
Smur- og dekkjaþjónusta Reykjavík
Hertz Bílaleiga
Viðgerðarmaður heimilistækja
Ormsson ehf
Tjónaskoðunarmaður
Bílaréttingar Sævars
Viðhald og eftirlit með tækjum og búnaði - Akureyri
VegagerðinMá bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.