Vinnueftirlitið
Vinnueftirlitið
Hjá Vinnueftirlitinu starfar metnaðarfullur og samheldinn hópur sem leggur áherslu á að ná fram því markmiði að öll komi heil heim úr vinnu. Við leitumst við að vera fyrirmyndarvinnustaður á sviði vinnuverndar og viljum að fagþekking starfsfólks sé eftirsótt til ráðgjafar í íslensku atvinnulífi. Við störfum saman í fagteymum og höfum skilvirka og vandaða stjórnsýslu að leiðarljósi. Vinnueftirlitið býður fjölskylduvænt starfsumhverfi, samkeppnishæf starfskjör og tækifæri til að þróast og þroskast í starfi.
Vinnueftirlitið

Viltu stuðla að vinnuvernd og öryggi? Akranes

Vilt þú vera hluti af öflugri liðsheild sem stuðlar að vinnuvernd og öryggi?

Vinnueftirlitið leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi einstaklingi með mikla þekkingu og áhuga á vinnuvélum og tækjum til að ganga til liðs við teymi sérfræðinga á vinnuverndarsviði.

Viðkomandi mun koma til með að sinna vinnuvélaskoðunum ásamt því að veita leiðbeiningar á sviði vinnuverndar og vinna að sérverkefnum. Gleði, lausnarmiðað hugarfar og léttleiki eru eiginleikar sem við leitum að.

Um er að ræða 100% starf með starfstöð á Akranesi. Viðkomandi er mikið á ferðinni á Vesturlandi og í einhverjum tilfellum getur verið um lengri ferðalög að ræða. 

Helstu verkefni og ábyrgð
Þátttaka í skipulagningu og framkvæmd eftirlits með skoðunarskyldum vinnuvélum og tækjum (lyftarar, jarðvinnuvélar, kranar, húsalyftur, katlar og aðrar tilfallandi vinnuvélar og tæki.) Í því felst meðal annars skýrslugerð vegna eftirlitsins og eftirfylgni með fyrirmælum sem sett eru fram
Þátttaka í umbótastarfi og þróun eftirlits með vinnuvélum og tækjum sem stofnunin sinnir
Leiðbeiningar til atvinnurekenda og starfsfólks um góða vinnuvernd með áherslu á forvarnir og heilbrigða vinnustaðamenningu
Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun sem nýtist í starfi, svo sem vélvirkjun, bifvélavirkjun, vélfræði eða sambærilegt
Sérhæfð reynsla og þekking sem nýtist í starfi, svo sem vinna við stjórnun og viðgerðir vinnuvéla
Góð almenn tölvukunnátta er nauðsynleg
Rík þjónustulund
Frumkvæði og framsýni
Mikil hæfni í samskiptum
Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
Kunnátta í ensku er æskileg
Kunnátta í þriðja tungumáli er kostur
Reynsla af vinnuverndar- og öryggisstörfum er kostur
Auglýsing stofnuð10. ágúst 2023
Umsóknarfrestur25. ágúst 2023
Starfstegund
Staðsetning
Bárugötu 8-10, 300 Akranes
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.