Skrifstofa Alþingis
Hlutverk skrifstofu Alþingis er að styðja við starfsemi Alþingis svo að þingið og þingmenn geti sinnt hlutverkum sínum samkvæmt stjórnarskrá og lögum. Meginverkefni skrifstofunnar eru að vera forseta til aðstoðar, framfylgja ákvörðunum hans og forsætisnefndar auk ákvarðana á fundi forseta með þingflokksformönnum. Enn fremur að veita alþingismönnum, nefndum og þingflokkum faglega aðstoð og þjónustu, að hafa á hendi almennan rekstur þingsins og stjórnsýslu og að varðveita og miðla upplýsingum um hlutverk og starfsemi Alþingis.
Viltu stuðla að vandaðri lagasetningu og virku þingeftirliti
Þá erum við með rétta starfið fyrir þig.
Við leitum að lögfræðingi í nefndadeild á skrifstofu Alþingis. Lögfræðingar starfa fyrir fastanefndir þingsins, í hringiðu stjórnmálanna. Þau veita lögfræðilega ráðgjöf og sjá um faglega yfirferð mála sem koma til meðferðar hjá fastanefndum. Þá hafa þau umsjón með skipulagningu nefndastarfsins og sjá um samskipti við stjórnvöld og aðila utan þings fyrir fastanefndir.
Meginmarkmið nefndadeildar er að stuðla að vandaðri lagasetningu og virku þingeftirliti. Um er að ræða fjölbreytt starf með krefjandi og skemmtilegum verkefnum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Lögfræðileg ráðgjöf og fagleg aðstoð við fastanefndir og þingmenn
- Yfirferð lagafrumvarpa og annarra þingmála
- Gerð lögskýringargagna, svo sem nefndarálita og breytingartillagna
- Skipulagning og umsjón með starfi fastanefnda, m.a. samskipti við stjórnvöld og aðila utan þings
- Önnur lögfræðileg verkefni fyrir skrifstofu Alþingis
Menntunar- og hæfniskröfur
- Embættis- eða meistarapróf í lögfræði
- Mjög góð þekking á stjórnskipunarrétti, stjórnsýslurétti og Evrópurétti
- Reynsla úr opinberri stjórnsýslu eða af sambærilegu starfi
- Reynsla af gerð lagafrumvarpa eða aðkoma að lagasetningarferlinu er kostur
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni
- Faglegur metnaður, jákvæðni og framúrskarandi samskiptahæfni
- Mjög gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti
Auglýsing birt4. september 2024
Umsóknarfrestur18. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaFramúrskarandi
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Sérfræðingur á skrifstofu SSF
Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja
Sérfræðistörf á Akureyri á þjónustu- og upplýsingasviði
Skatturinn
Lögfræðingur á sviði samninga- og félagaréttar
Deloitte Legal
Tollverðir í Keflavík – lifandi störf í litríku umhverfi
Skatturinn - Tollgæsla Íslands
Sérfræðingur í deild afnota og eftirlits
Umhverfis- og skipulagssvið
Forstöðumaður Viðskiptaeftirlits
Íslandsbanki
Sérfræðingur í starfi með ungmennum og upplýsingamiðlun
Umboðsmaður barna
Lögfræðingur í lögfræðiráðgjöf
Arion banki
Löglærður fulltrúi á lögmannsstofu
Lögmannsstofan Sævar Þór & Partners
Skatturinn leitar að sérfræðingum á Ísafirði
Skatturinn
Drekadalur - Deildarstjórar
Reykjanesbær
Lögfræðingur í markaðseftirliti
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun