Skrifstofa Alþingis
Skrifstofa Alþingis
Skrifstofa Alþingis

Viltu stuðla að vandaðri lagasetningu og virku þingeftirliti

Þá erum við með rétta starfið fyrir þig.

Við leitum að lögfræðingi í nefndadeild á skrifstofu Alþingis. Lögfræðingar starfa fyrir fastanefndir þingsins, í hringiðu stjórnmálanna. Þau veita lögfræðilega ráðgjöf og sjá um faglega yfirferð mála sem koma til meðferðar hjá fastanefndum. Þá hafa þau umsjón með skipulagningu nefndastarfsins og sjá um samskipti við stjórnvöld og aðila utan þings fyrir fastanefndir.

Meginmarkmið nefndadeildar er að stuðla að vandaðri lagasetningu og virku þingeftirliti. Um er að ræða fjölbreytt starf með krefjandi og skemmtilegum verkefnum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Lögfræðileg ráðgjöf og fagleg aðstoð við fastanefndir og þingmenn
  • Yfirferð lagafrumvarpa og annarra þingmála
  • Gerð lögskýringargagna, svo sem nefndarálita og breytingartillagna
  • Skipulagning og umsjón með starfi fastanefnda, m.a. samskipti við stjórnvöld og aðila utan þings
  • Önnur lögfræðileg verkefni fyrir skrifstofu Alþingis
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði
  • Mjög góð þekking á stjórnskipunarrétti, stjórnsýslurétti og Evrópurétti
  • Reynsla úr opinberri stjórnsýslu eða af sambærilegu starfi
  • Reynsla af gerð lagafrumvarpa eða aðkoma að lagasetningarferlinu er kostur
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni
  • Faglegur metnaður, jákvæðni og framúrskarandi samskiptahæfni
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti
Auglýsing birt4. september 2024
Umsóknarfrestur18. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar