Umhverfisstofnun
Umhverfisstofnun
Umhverfisstofnun

Viltu leiða verkefni sem tryggir verndun vatns á Íslandi?

Hjá Umhverfisstofnun er laust til umsóknar starf verkefnastjóra í umfangsmikið og spennandi verkefni sem snýr að því að tryggja góð vatnsgæði um allt land.

Um er að ræða samstarfsverkefni 23 aðila, stofnana, fyrirtækja og sveitarfélaga, sem snýr að innleiðingu aðgerða s.s. við úrbætur í fráveitu, úrbætur í stjórnsýslu, innleiðing nýrra lausna við að draga úr mengun í vatn, auka þekkingu í gegnum fræðslu og miðlun ásamt því að tryggja gott samstarf og sjálfbærni málaflokksins til framtíðar. Verkefnið er styrkt af LIFE, umhverfis- og loftslagsáætlun Evrópusambandsins.

Umhverfisstofnun leiðir verkefnið og mun verkefnastjóri vera hluti af öflugu teymi sérfræðinga í málefnum hafs og vatns ásamt verkefnastjórn verkefnis. Viðkomandi mun starfa í fjölbreyttu umhverfi þar sem áhersla er lögð á þverfaglega samvinnu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Verkefnastjórnun samstarfsverkefnisins
  • Samskipti við samstarfsaðila í verkefninu auk hagaðila
  • Samskipti við styrkveitanda (CINEA)
  • Miðlun á afurðum verkefnisins
  • Aðstoð við undirbúning annarra umsókna í alþjóðlega sjóði
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Menntun á sviði verkefnastjórnunar er æskileg
  • Reynsla af rekstri stórra verkefna, t.d. Evrópuverkefna á sviði rannsókna og nýsköpunar, er æskileg
  • Góð samstarfshæfni og sveigjanleiki í samskiptum er nauðsynleg
  • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
  • Reynsla af að starfa í teymi
  • Hæfni í miðlun upplýsinga með áhrifaríkum hætti í ræðu og riti
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Menntun á sviði náttúruvísinda er kostur
  • Gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti
  • Góð stafræn hæfni
Auglýsing birt8. október 2024
Umsóknarfrestur21. október 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMjög góð
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar