NPA miðstöðin
NPA miðstöðin
NPA miðstöðin aðstoðar fatlað fólk og aðstandendur við það utanumhald og þá umsýslu sem fylgir því að hafa notendastýrða persónulega aðstoð. NPA miðstöðin veitir m.a. ráðgjöf, heldur fræðslunámskeið, greiðir aðstoðarfólki laun og sér um launatengd mál. Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er þjónustuform sem byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og gerir fötluðu fólki kleift að ráða hvar það býr og með hverjum það býr. Fatlað fólk stýrir því hvernig aðstoðin er skipulögð, hvenær hún fer fram, hvar hún fer fram og hver veitir hana. Persónulegt aðstoðarfólk aðstoðar NPA notendur við sitt daglega líf, svo það hafi sömu möguleika og ófatlað fólk.
NPA miðstöðin

Vilt þú vinna við fjölbreytt starf?

Íslenskukunnátta er algjört skilyrði/Icelandic is a necessary and non-negotiable skill for this job.

Ég er 47 ára maður með hreyfihömlun og sjónskerðingu. Ég er að leita að traustu og skemmtilegu persónulegu aðstoðarfólki til að aðstoða mig við það sem ég tek mér fyrir hendur í mínu daglega lífi

Ég hef mikinn áhuga á vera virkur í félagsstörfum og sækja menningarviðburði.

Helstu verkefni og ábyrgð
Létt þrif
Matarinnkaup
Eldamennska
Menntunar- og hæfniskröfur
Bílpróf
Hreint sakavottorð
Reyklaus
Jákvæðni og þolinmæði
Stundvísi
Traust og virðing
Fríðindi í starfi
Vinnutími og starfshlutfall getur verið sveigjanlegt.
Auglýsing stofnuð25. maí 2023
Umsóknarfrestur8. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Urðarhvarf 8, 203 Kópavogur
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn ökuréttindiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.ReyklausPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.