

Þjónustufulltrúi á Stjórnstöð
Við leitum að liðsauka í okkar öfluga stjórnstöðvarteymi!
Sem þjónustufulltrúi stjórnstöðvar tekur þú þátt í að viðhalda góðu viðbragði og framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina okkar.
Helstu verkefni eru mikil samskipti við viðskiptavini, fjarvöktun kerfa, úrvinnsla boða, eftirfylgni mála og önnur tilfallandi verkefni.
Ef þú....
- Býrð yfir framúrskarandi þjónustulund og góða hæfni í mannlegum samskiptum
- Sýnir frumkvæði og góða færni í að leita lausna
- Hefur getu til að starfa undir álagi
- Býrð yfir góðri íslenskukunnáttu
- Hefur góða almenna tölvukunnáttu. Þekking á CRM kerfum er kostur en ekki skilyrði.
....Þá gætum við verið að leita að þér!
Um er að ræða 100% starf sem unnið er á vaktarkerfinu 5-5-4, bæði á dag- og næturvöktum. Við hvetjum öll kyn til að sækja um sem hafa hreint sakavottorð og hafa náð 20 ára aldri.
Umsóknarfrestur er til og með 2. ágúst nk. og skulu umsóknir berast í gegnum www.securitas.is. Við hvetjum umsækjendur til að skila inn umsóknum sem fyrst þar sem unnið verður úr þeim jafnóðum og þær berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál og er öllum umsóknum svarað.
Nánar upplýsingar um starfið veitir Elvar Skúli Sigurjónsson, deildarstjóri Stjórnstöðvar, í síma 580-7000.












