Fífusalir
Fífusalir
Fífusalir

Vilt þú styðja við okkar frábæru börn?

Sérkennari óskast í Fífusali

Heilsuleikskólinn Fífusalir er 6 deilda leikskóli í Salahverfi í Kópavogi. Þar starfa um 35 manns með 106 börnum. Leikskólinn er Heilsuleikskóli og starfar eftir Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttir. Einnig er unnið eftir kenningum John Dewey og Berit Bae. Frábær starfsmanna- og barnahópur.

Athygli er vakin á því að Kópavogsbær hefur nýlega samþykkt 6 tíma gjaldfrjálsan leikskóla ásamt auknum sveigjanleika og takmörkunum í opnunartíma leikskóla í dymbilbiku, milli jóla og nýars og vetrarfríum. Hér má sjá meira um það Sex tíma gjaldfrjáls leikskóli og aukinn sveigjanleiki | Kópavogsbær (kopavogur.is)

Einkunnarorð skólans eru: Virðing - Uppgötvun - Samvinna

Nánari upplýsingar um leikskólann má finna á https://fifusalir.kopavogur.is/

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Starfið felur í sér stuðning við börn með þroskafrávik.
 • Unnið er í þverfaglegri teymisvinnu þar sem foreldrar gegna stóru hlutverki.
 • Unnið er eftir einstaklingsnámskrá.
 • Áhersla lögð á fagleg vinnubrögð.
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Þroskaþjálfamenntun, sérkennaramenntun eða önnur uppeldismenntun. 
 • Ábyrgð í starfi og jákvætt viðhorf.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Lausnamiðuð hugsun.
 • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
 • Íslenskukunnátta er skilyrði.
Fríðindi í starfi
 • Frír matur - Haustfrí - Jólafrí - Vetrarfrí - 36 stunda vinnuvika
Auglýsing stofnuð2. nóvember 2023
Umsóknarfrestur14. desember 2023
Starfstegund
Staðsetning
Salavegur 4, 201 Kópavogur
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMikil hæfni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar