Vilt þú stuðla að vinnuvernd með skoðun vinnuvéla?
Vilt þú vera hluti af öflugri liðsheild sem stuðlar að vinnuvernd og öryggi?
Vinnueftirlitið leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi einstaklingi með mikla þekkingu og áhuga á vinnuvélum og tækjum til að ganga til liðs við teymi sérfræðinga á vinnuverndarsviði.
Viðkomandi mun koma til með að sinna skoðunum á vinnuvélum og tækjum ásamt því að veita leiðbeiningar á sviði vinnuverndar og vinna að sérverkefnum.
Gleði, lausnarmiðað hugarfar og léttleiki eru eiginleikar sem við leitum að.
Um er að ræða 100% starf með starfsstöð í Reykjavík. Skoðunarsvæðið er almennt höfuðborgarsvæðið og nærliggjandi sveitarfélög en einnig geta komið til skoðanir á öðrum landsvæðum. Viðkomandi er mikið á ferðinni og í einhverjum tilfellum getur verið um lengri ferðalög að ræða.
- Þátttaka í skipulagningu og framkvæmd eftirlits með skoðunarskyldum vinnuvélum og tækjum (lyftarar, jarðvinnuvélar, kranar, húsalyftur, vinnulyftur, katlar og aðrar tilfallandi vinnuvélar og tæki). Í því felst meðal annars skýrslugerð vegna eftirlits og eftirfylgni með fyrirmælum sem sett eru fram.
- Þátttaka í umbótastarfi og þróun eftirlits með vinnuvélum, húsalyftum og tækjum sem stofnunin sinnir.
- Leiðbeiningar til atvinnurekenda og starfsfólks um góða vinnuvernd með áherslu á forvarnir og heilbrigða vinnustaðamenningu.
- Sinnir verklegum og skriflegum prófum á vinnuvélar og tæki.
- Önnur tilfallandi verkefni.
- Menntun sem nýtist í starfi, svo sem vélvirkjun, rafvirkjun, bifvélavirkjun, vélfræði eða sambærilegt.
- Sérhæfð reynsla sem nýtist í starfi, svo sem vinna við stjórnun og viðgerðir vinnuvéla.
- Sérhæfð þekking sem nýtist við skoðanir og eftirlit.
- Góð íslenskukunnátta skilyrði.
- Góð enskukunnátta skilyrði.
- Rík þjónustulund.
- Frumkvæði og framsýni.
- Mikil hæfni í samskiptum.
- Reynsla af vinnuverndar- og öryggisstörfum er kostur.