
EFLA hf
EFLA er leiðandi þekkingarfyrirtæki sem veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina. Hjá EFLU starfa um 400 starfsmenn í samstæðu fyrirtækisins á Íslandi og erlendis. EFLA hefur á að skipa mjög hæfu og reynslumiklu fagfólki á fjölmörgum sviðum. Sameiginlegt markmið þess er að auka virði fyrir viðskiptavinina með því að veita bestu mögulegu þjónustu og lausnir.

Vilt þú matreiða í sumar?
EFLA leitar að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi til afleysingar í mötuneyti fyrirtækisins í Reykjavík. Í teyminu starfa fimm einstaklingar sem bera ábyrgð á að matreiða hádegisverð og hafa umsjón með morgun- og síðdegiskaffi. Teymið tekur auk þess virkan þátt í ýmsum viðburðum þar sem boðið er upp á veitingar, s.s. á fundum og öðrum viðburðum starfsfólks og viðskiptavina EFLU.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Undirbúningur og framreiðsla á hádegisverði
- Undirbúningur og framreiðsla á morgunverði og öðrum veitingum
- Fundarþjónusta (undirbúningur og frágangur veitinga fyrir fundi)
- Frágangur og þrif í eldhúsi og mötuneyti
- Fylgja gæðaferlum og hreinlætisreglum
- Vörumóttaka
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviði næringar og matreiðslu er kostur en ekki skilyrði
- Reynsla af matreiðslu í mötuneyti eða sambærilegu starfi
- Brennandi áhugi á fjölbreyttri og hollri matargerð
- Góð hæfni til samskipta og samvinnu
- Frumkvæði, jákvæðni og sveigjanleiki
- Áhersla á hreinlæti og snyrtimennsku
- Stundvísi og reglusemi
Fríðindi í starfi
- Góður og hollur matur í hádeginu
- Vellíðunarstyrkur
- Samgöngustyrkur
- Hreyfistyrkur
- Fæðingarstyrkur
- Gleraugnastyrkur
- Símastyrkur
- Símaáskrift og heimatenging
Auglýsing birt11. mars 2025
Umsóknarfrestur23. mars 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Lyngháls 4, 110 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Yfirverkstjóri Kokkar - Lead Chef Supervisor
NEWREST ICELAND ehf.

Vaktstjóri Subway Selfossi - Shift leader Subway Selfoss
Subway

Matreiðslunemi
Fiskmarkaðurinn

Kokkur / Chef
Bhangra Veitingar ehf.

Sumarstarf Menam Selfossi - wok kokkur
Menam

Afgreiðsla eða Crêpes gerð - Akureyri
Sykurverk Café

Commis Chef / Kokkur
The Reykjavik EDITION

Aðstoðarmatráður
Leikskólinn Jötunheimar

Matráður óskast á Dalveginn hæfingarstöð
Hæfingarstöðin Dalvegi

Sumarafleysing - Matráður í eldhúsi í Stykkishólmi
Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Matreiðslumaður/Chef
Bastard Brew and Food

Samlokumeistari Subway
Subway