Leikbreytir ehf.
Leikbreytir ehf.
Leikbreytir byggir á áratuga reynslu starfsmanna sinna á sviði stafrænnar þróunnar og almennrar fyrirtækjaþjónustu. Við aðstoðum fyrirtæki við að bjóða viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustuupplifun. Til þess nýtum við alla þá tækni og þekkingu sem er í boði og hámörkum þannig skilvirkni í þjónustu. Við trúum því að sala sé þjónusta og að framúrskarandi þjónusta auki sölu. Við viljum nýta tækni og þekkingu til að ná fram viðskiptamiðuðum markmiðum fyrirtækja með aukinni sölu, bættri þjónustu og hagkvæmni

Viðskiptastjóri Wallet lausna

Viltu breyta leiknum? Við leitum að viðskiptastjóra til að sinna fjölbreyttum verkefnum fyrir viðskiptavini okkar.

Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður í vinnubrögðum, lausnamiðaður og hafa framúrskarandi samskiptahæfni. Mikilvægt er að viðkomandi búi yfir almennri tækniþekkingu og hafi reynslu af fyrirtækjaþjónustu.

Starfið felur í sér verkefnastjórnun innleiðinga og þjónustu við viðskiptavini Wallet lausna Leikbreytis.

Wallet lausnir Leikbreytis snúast um útgáfu gjafarkorta, vildarkorta ofl. í Apple og Google Wallet en fyrirtækið sérhæfir sig í að veita fyrirtækjum heildarþjónustu í kringum þá tækni.

Frekari upplýsingar veitir Yngvi Tómasson, yngvi@leikbreytir.is

Helstu verkefni og ábyrgð
Samskipti við viðskiptavini
Innleiðing nýrra kúnna
Tilboðsgerð
Sölukynningar
Verkefnastjórnun
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólapróf eða tæknimenntun sem nýtist í starfi
Reynsla af fyrirtækjaþjónustu
Áreiðanleiki, metnaður, samskiptahæfni, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
Hæfni í samskiptum á Íslensku og Ensku
Auglýsing stofnuð30. ágúst 2022
Umsóknarfrestur11. september 2022
Starfstegund
Staðsetning
Kringlan 7, 103 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.Innleiðing ferlaPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SölumennskaPathCreated with Sketch.VerkefnastjórnunPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun í upplýsingatækni
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.