
Samkaup
Samkaup er framsækið verslunarfyrirtæki sem er leiðandi í viðskiptaháttum, vörugæðum og þjónustu. Samkaup hf reka yfir 60 verslanir víðsvegar um landið og er eitt af stærstu verslunarfyrirtækjum á Íslandi. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu verslanamerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland.
Samkaup leggur áherslu á að vera eftirsóttur vinnustaður, með öfluga framlínu þar sem gildi fyrirtækisins, Kaupmennska, Áræðni, Sveigjanleiki og Samvinna eru leiðarljós í öllu starfi.
Samkaup er rekstrarfélag á neytendavörumarkaði með virkt hlutverk í samfélaginu. Hlutverk Samkaupa er að tryggja neytendum vörugæði, góða þjónustu og fjölbreytt vöruval á eins hagstæðu verði og völ er á og með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi.
Samkaup skal vera þekkt fyrir að fara alla leið í þágu vörugæða og þjónustu ásamt því að vera í fararbroddi í nýsköpun sem skapar tækifæri fyrir viðskiptavini, samfélag og starfsfólk.

Viðskiptastjóri vildarkerfis Samkaupa
Viðskiptastjóri vildarkerfis
Samkaup starfrækir eitt stæsta vildarkerfi landsins og hefur markað tímamót í sölu fríðindakerfa. Vilt þú taka að þér það hlutverk að leiða næstu skref þeirrar vegferðar? Þá átt þú mögulega samleið með okkur.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Umsjón og utanumhald með vildarkerfi Samkaupa - Samkaupaappinu
-
Utanumhald, uppbygging og þjónusta við viðskiptavini vildarkerfisins til að tryggja einstaka þjónustu til viðskiptavina
-
Ráðgjöf, sala, skýrslugerð og samskipti við birgja í tengslum við vildarkerfið
-
Þáttakandi í framtíðarmótun vildarkerfis
-
Umsjón með markaðsgerðum sem snúa að vildarkerfinu sem endurspeglast í öllum vörumerkjum Samkaupa
-
Gagnagreining og skýrslugerð sem snýr að notkun vildarkerfis í samstarfi við greiningardeild Samkaupa
-
Tryggja verkefni séu ávallt í farvegi og miðla upplýsingum örugglega til allra hagaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Sjálfstæði, kraftur, frumkvæði og ástríða
-
Hugarfar sigurvegara sem elskar áskoranir
-
Vilja til að umbreyta leiknum
-
Góða greiningar- og skipulagshæfni
-
Mikil hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
-
Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
Fríðindi í starfi
-
Heilsustyrkur til starfsmanna í boði
-
Afsláttarkjör í verslunum Samkaupa
-
Velferðarþjónusta Samkaupa
Auglýsing stofnuð9. nóvember 2023
UmsóknarfresturEnginn
Starfstegund
Staðsetning
Krossmói 4, 260 Reykjanesbær
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Viðskiptastjóri Símans Pay
Síminn Pay
Markaðs- og samfélagsmiðlastjóri 50-100% starf
M fitness
Bókari
Five Degrees ehf.
Starfsmaður við sölu og ráðgjöf á Akureyri
Öryggismiðstöðin
Senior Accounting Manager
Verne Global hf.
Rekstrarstjóri mannvirkja í Grafarholti - Úlfarsárdal
Eignaskrifstofa Reykjavíkurborgar
Sölufulltrúi – Honda aflvélar, Bosch verkfæri ofl.
BYKO Leiga og fagverslun
Stafræn markaðssetning
BSV ehf.
Starfsmann í uppgjörsvinnu og skattaráðgjöf
Fylgi
Skrifstofustjóri Bergrisans
Bergrisinn bs.
Sérfræðingur í regluvörslu
Arion banki
Sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf
PwC