OK
OK
Á árinu 2022 sameinuðust Opin Kerfi og Premis undir nafninu OK, en þar sameinast eldmóður, reynsla og þekking starfsfólks sem setur þarfir viðskiptavina í forgang. OK hefur að skipa öflugu teymi reyndra sérfræðinga á flestum sviðum upplýsingatækni með langa reynslu af ráðgjöf, rekstri, þjónustu og innleiðingu lausna hjá flestum af stærstu og kröfuhörðustu fyrirtækjum og stofnunum landsins ásamt stórum erlendum viðskiptavinum. Vinnustaðurinn er krefjandi og skemmtilegur þar sem starfsmenn eru hvattir til að vera sjálfstæðir í starfi og hafa áhrif á eigið starfsumhverfi. Hjá OK starfar samhentur hópur fólks og er kapp lagt á að viðhalda góðum starfsanda, en það hefur skilað sér í ánægðu starfsfólki sem hefur fengið tækifæri til að vaxa og dafna í leik og starfi. OK hlaut viðurkenninguna Fyrirtæki ársins 2023 sem veitt er fyrirtækjum fyrir framúrskarandi vinnuumhverfi og starfsanda, en fyrirtækið hefur hlotið þá viðurkenningu þrjú ár í röð.
OK

Viðskiptastjóri Rekstrarþjónustu

OK leitar að kraftmiklum og metnaðarfullum einstakling í starf Viðskiptastjóra í skemmtilegu og líflegu starfsumhverfi.

Viðskiptastjóri er í lykilhlutverki gagnvart viðskiptavinum, sinnir ráðgjöf og sölu rekstrarþjónustu.Við leitum að einstaklingi sem hefur reynslu af viðskiptatengslum, getur haldið kynningar og kann listina við að skapa traust og þróa viðskiptasambönd en ekki er síður mikilvægt að viðkomandi hafi ástríðu fyrir upplýsingatækni
Ef þú býrð yfir þeirri færni ásamt því að sýna nákvæm vinnubrögð og góða eftirfylgni hlökkum við til að heyra frá þér.

Hjá OK starfar fjölbreyttur hópur fólks og hvetjum við alla sem uppfylla hæfnikröfur og hafa áhuga á starfinu til að sækja um, óháð kyni.

Helstu verkefni og ábyrgð
Tengslamyndun og náið samstarf með viðskiptavinum
Stjórnun samningatengsla, sala, ráðgjöf og innleiðing á hýsingar og rekstrarþjónustu
Utanumhald um verkefni, samskipti og reikningamál
Útboðs- og tilboðsgerð
Menntunar- og hæfniskröfur
Reynsla af störfum í upplýsingatækni eða viðskiptastjórnun á fyrirtækjamarkaði skilyrði
Þekking á hýsingar- og rekstrarlausnum mikill kostur
Haldbær reynsla í upplýsingatækni
Góð hæfni í mannlegum samskiptum
Góð skipulagshæfni
Frumkvæði, drifkraftur og gott þjónustuviðmót
Háskólamenntun æskileg
Góð íslenskukunnátta er skilyrði
Auglýsing stofnuð29. mars 2023
Umsóknarfrestur12. apríl 2023
Starfstegund
Staðsetning
Skútuvogur 2, 104 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SölumennskaPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun í upplýsingatækniPathCreated with Sketch.Viðskiptasambönd
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.