

Viðskiptastjóri í innflutningi
Við leitum að metnaðarfullum og hugmyndaríkum viðskiptastjóra í innflutningi. Viðkomandi þarf að hafa afburðar samskiptahæfni og jákvætt viðmót.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Tengiliður og viðskiptastjóri minni og meðalstórra fyrirtækja í innflutningsþjónustu
- Tilboðsgerð og eftirfylgni með tilboðum
- Viðhalda traustum og góðum tengslum við viðskiptavini og afla nýrra
- Þjónusta og ráðgjöf til viðskiptavina
- Kynning á þjónustulausnum Samskipa
- Samskipti við erlenda samstarfsaðila
- Þátttaka í markaðs- og söluáætlunum
Menntunar- og hæfnikröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Marktæk reynsla og þekking á sambærilegu starfi
- Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
- Gott vald á ensku og íslensku í ræðu og riti
- Afburða samskiptahæfni og jákvætt viðmót
- Kappsemi og metnaður til að ná árangri
Við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum til þess að sækja um og er umsóknarfrestur til og með 16. mars 2025.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ottó Sigurðsson í gegnum netfangið [email protected]
Samskip eru kraftmikill og líflegur vinnustaður þar sem um 500 manns vinna við mjög fjölbreytt störf. Við leggjum mikla áherslu á góðan starfsanda og jákvæð samskipti. Við bjóðum upp á frábært mötuneyti, líkamsræktarsal með stöðvaþjálfun og jóga, nudd einu sinni í viku, læsta hjólageymslu, barnaherbergi og margt fleira sem gerir vinnustaðinn fyrsta flokks.













