
Íslandsstofa
Íslandsstofa er samstarfsvettvangur atvinnulífsins og stjórnvalda og hefur það hlutverk að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar með þróttmiklu starfi í þágu íslenskra útflutningsgreina.
Með faglegu kynningarstarfi og samræmdum skilaboðum vekjum við áhuga á íslenskum vörum og þjónustu á erlendri grundu og kynnum Ísland sem ákjósanlegan áfangastað erlendra ferðamanna og vænlegum kosti fyrir beina erlenda fjárfestingu.
Með fræðslu og ráðgjöf eflum við samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og búum þau undir sókn á erlenda markaði. Í samstarfi við miðstöðvar skapandi greina vekjum við athygli á íslenskri menningu og listum og styðjum við kynningu á þeim erlendis

Viðskiptastjóri í ferðaþjónustuteymi Íslandsstofu
Íslandsstofa auglýsir eftir viðskiptastjóra með mikinn metnað og áhuga á ferðaþjónustu og markaðssetningu Íslands. Meginmarkmið starfsins er að vinna að viðskiptaþróun og kynningarmálum í þágu íslenskrar ferðaþjónustu samkvæmt ferðamálastefnu stjórnvalda og útflutningsstefnu Íslands. Starfið felur í sér að skipuleggja viðburði, byggja upp sérfræðiþekkingu á mörkuðum, efnisgerð, markaðsgreiningar, kynningar o.fl.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Undirbúningur, skipulagning og framkvæmd viðskiptatengslaviðburða á erlendum mörkuðum
- Greining tækifæra á erlendum mörkuðum í samstarfi við hagaðila
- Mynda og viðhalda tengslum við fyrirtæki og aðra mikilvæga hagaðila, innanlands og erlendis
- Áætlanagerð og árangursmælingar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á frönsku og ensku
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á þýsku mikill kostur
- Farsæl reynsla af stjórnun verkefna/viðburða
- Þekking og/eða reynsla úr ferðaþjónustu
- Færni til að vinna vel í teymi
- Menningarlæsi, frumkvæði, samskipta- og samstarfshæfni, jákvæðni og hugmyndaauðgi
Auglýsing birt15. júlí 2024
Umsóknarfrestur11. ágúst 2024
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Bjargargata 1, 102 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Mannleg samskiptiSkipulagTeymisvinnaVerkefnastjórnunViðburðastjórnunViðskiptasambönd
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Aðalbókari
Rauði krossinn á Íslandi

Sérfræðingur á fjármálasviði
Bílaumboðið Askja

HR Business Partner
CCP Games

VERKEFNASTJÓRI
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar

Reiknaðu með okkur - Sérfræðingur í reikningshaldi
Rarik ohf.

Kynningar- og markaðsstjóri
Listahátíð í Reykjavík

Verkefnastjóri viðburða
Listahátíð í Reykjavík

Sérfræðingur á fjármálasviði
Terra hf.

Verkefnastjóri þátttöku barna
UNICEF á Íslandi

Mannauðsfulltrúi
Skólamatur

Deputy Corporate Secretary
Amaroq Minerals Ltd

Flotastjóri
Skeljungur ehf