Rún Heildverslun
Rún Heildverslun

Viðskiptastjóri

Við leitum að öflugum viðskiptastjóra á sviði dagvöruverslana. Viðkomandi sér um að viðhalda góðum samskiptum við núverandi viðskiptavini, sem og að afla nýrra viðskiptasambanda um allt land. Viðskiptastjóri vinnur þvert á deildir fyrirtækisins.

Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á sölu, vera metnaðargjarn, góður í mannlegum samskiptum og vera tilbúin til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni. Fyrir réttan aðila eru mikil tækifæri til að vaxa í starfi.

Vinsamlegast sendið ferilskrá með umsókninni ásamt kynningarbréfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með núverandi viðskiptasamböndum og þjónusta viðskiptavini
  • Uppbygging nýrra viðskiptasambanda 
  • Verðútreikningar
  • Uppsetningar í verslunum
  • Önnur tilfallandi verkefni 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Þekking og reynsla sem nýtist í starfi
  • Brennandi áhugi á sölu og þjónustu 
  • Framúrskarandi þjónustulund, ástríða og metnaður fyrir því að veita úrvals þjónustu 
  • Markmiðadrifið hugarfar og metnaður til að gera sífellt betur 
  • Skipulag og fagleg vinnubrögð 
  • Viðkomandi þarf að hafa bílpróf
Auglýsing birt19. september 2024
Umsóknarfrestur26. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
DanskaDanskaGrunnfærni
Staðsetning
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Köllunarklettsvegur 2, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar