Míla hf
Míla hf
Míla hf

Viðskiptastjóri

Míla auglýsir eftir hressum og sjálfstæðum aðila í viðskiptastjórastöðu til að vinna náið með viðskiptavinum okkar. Þessi aðili þarf að vera talsmaður þeirra og veita þeim framúrskarandi þjónustu. Míla er heildsöluaðili sem selur fjarskiptaþjónustu til fjarskiptafélaga á Íslandi – við veitum aðgang að Alnetinu og hver elskar ekki Alnetið? Við viljum skara framúr og leggjum mikið upp úr gæðum og góðri þjónustu fyrir bæði starfsfólk og viðskiptavini. Starfið heyrir beint undir framkvæmdastjóra þjónustusviðs.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Auka ánægju viðskiptavina Mílu með góðri þjónustu og markvissri sölu 

 • Koma auga á ný tækifæri sem auka tekjur Mílu 

 • Fylgja sölu eftir alla leið í virkjun með virku eftirliti  

 • Halda góðu sambandi við viðskiptavini Mílu 

 • Vinna með vörustjórum Mílu að nýsköpun og vöruþróun 

Menntunar- og hæfniskröfur

Menntun sem nýtist í starfi ásamt reynslu af viðskiptastýringu. Reynsla af fjarskiptum er líka mikill kostur. Frábær samskiptahæfni, létt þjónustulund og gott skap hentar starfinu mjög vel. Viðskiptastjórar hjá Mílu þurfa að vera sjálfstæðir og vinna vel með öðru fólki. Ánægja viðskiptavina skiptir okkur höfuðmáli.  

Það helsta: 

 • Menntun sem nýtist í starfi  

 • Reynsla af viðskiptastýringu æskileg 

 • Reynsla af/þekking á fjarskiptamarkaði kostur 

 • Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund 

 • Góð færni til að vinna með öflugri liðsheild 

 • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli 

Fríðindi í starfi

🔋 Miðlægar starfsstöðvar í Reykjavík með hleðslustæði  

🚲 Samgöngustyrkur til að styðja virka samgöngumáta  

🚿 Hjólageymsla með rafmagni og aðgangur að sturtum 

🥗 Mötuneyti á staðnum með salatbar og grænkerakostum 

💪 Metnaðarfullt starfsumhverfi með möguleika á starfsþróun  

🥳 Öflugt félagslíf á vegum starfsmannafélags og leikherbergi með billiard-borði 

Auglýsing stofnuð8. júlí 2024
Umsóknarfrestur7. ágúst 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Stórhöfði 22-30, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar