Wise lausnir ehf.
Wise lausnir ehf.
Wise lausnir ehf.

Viðskiptastjóri

Wise leitar að metnaðarfullum viðskiptastjóra með ástríðu fyrir tækni, ráðgjöf og þjónustu til viðskiptavina og framtíðarviðskiptavina Wise. Starf viðskiptastjóra er fjölbreytt þar sem viðkomandi vinnur eftir skilgreindum ferlum Wise við viðskiptastýringu fyrir ákveðna hópa viðskiptavina Wise, með því að byggja upp traust samband við viðskiptavini sem viðkomandi er ábyrgur fyrir, stuðla að ánægju viðskiptavina með reglulegum stöðufundum og fylgjast vel með málefnum þeirra innan Wise.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Sala og kynning á vörum, ráðgjöf og þjónusta til núverandi og nýrra viðskiptavina

  • Samskipti við núverandi viðskiptavini

  • Samskipti og þátttaka vegna sölutækifæra

  • Gerð sölutilboða til viðskiptavina

  • Tíma- og kostnaðaráætlanir verkefna í samvinnu við önnur svið fyrirtækisins

  • Viðskiptastýring með hópi viðskiptavina

  • Stuðla að góðum samskiptum og tryggja öflugt upplýsingaflæði til viðskiptavina

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun og starfsreynsla sem nýtist í starfi viðskiptastjóra

  • Framúrskarandi þjónustulund

  • Reynsla af sölu og ráðgjöf til fyrirtækja

  • Framúrskarandi samskiptahæfni

  • Lausnamiðuð hugsun

  • Frumkvæði og öguð vinnubrögð 

  • Geta til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku

Um Wise

Wise er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem leitast er við að auka fjölbreytileika í ráðningum. Wise er ört vaxandi þekkingarfyrirtæki, sérhæft í stafrænum lausnum sem veita viðskiptavinum forskot í þeirra rekstri. Við leggjum áherslu á hvetjandi starfsumhverfi með markvissri fræðslu og þjálfun, að starfsfólki líði vel í vinnunni og að starfsandi sé eins og best verður á kosið. Jafnframt er boðið upp á samgöngu- og íþróttastyrk til starfsmanna. Hjá Wise starfa um 120 manns í Reykjavík og á Akureyri með áratuga reynslu og þekkingu á sviði alhliða viðskiptalausna.

Umsóknarfrestur er til og með 5. maí næstkomandi

Nánari upplýsingar veitir Harpa Hrund Jóhannsdóttir, á mannauðssviði (harpah@wise.is).

Auglýsing stofnuð20. apríl 2024
Umsóknarfrestur5. maí 2024
Staðsetning
Skipagata 9, 600 Akureyri
Ofanleiti 2, 103 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar