
dk hugbúnaður ehf.
dk hefur selt einn vinsælasta viðskiptahugbúnað landsins í yfir aldarfjórðung, alhliða viðskipta- og upplýsingakerfi, sem er þróað á Íslandi fyrir íslenskar aðstæður.
Í dag eru notendur dk hugbúnaðar hérlendis um 11.000, úr flestum atvinnugreinum og fjölgar ört. Hýsingarþjónusta dk er ein sú stærsta á landinu í dag og eru yfir 31.000 fyrirtæki í hýsingu hjá dk hugbúnaði.
Hjá dk starfar samheldinn hópur fólks við þróun og þjónustu viðskiptalausna. Starfsfólk dk býr yfir miklum styrkleikum og um árabil hefur dk fengið viðurkenningar sem Framúrskarandi fyrirtæki hjá Creditinfo, Framúrskarandi fyrirtæki í rekstri Keldunnar og Viðskiptablaðsins ásamt því að fá viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar síðastliðin þrjú ár.
Leiðarljós dk er að vera skemmtilegur og lifandi vinnustaður þar sem metnaðarfullir einstaklingar fá að njóta sín og þróast í starfi. Nánari upplýsingar um dk má finna á www.dk.is.
dk er í eigu TSS (Total Specific Solutions), sem er með yfir 185 fyrirtæki í heiminum í dag í 32 löndum. Fyrirtæki í eigu TSS á Norðurlöndunum eru í dag 19 og þar af 2 á Íslandi.

Viðskiptafræðingur á fjármálasviði
Við leitum að metnaðarfullum og talnaglöggum einstaklingi til að sinna fjölbreyttum verkefnum á fjármálasviði.
Starfið felst m.a. í fjárhagsbókhaldi, reikningagerð, verkbókhaldi ásamt þátttöku í þróun, umbótum og innleiðingu ferla á sviðinu auk annarra tilfallandi verkefna.
Viðkomandi yrði hluti af samhentu og framsæknu teymi sem vinnur saman í skilum á mánaðarlegu uppgjöri. Teymið vinnur í nánum tengslum við móðurfélagið (Total Specific Solutions) og systurfélög á norðurlöndum sem býður upp á ýmis tækifæri.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fjárhagsbókhald
- Reikningagerð
- Verkbókhald
- Þátttaka í gerð, endurbótum og innleiðingu ferla á fjármálasviði
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun, á sviði viðskiptafræði eða skyldra greina
- Reynsla eða þekking á bókhaldi
- Reynsla af dk er kostur
- Góð færni á íslensku og ensku
- Frumkvæði, samskiptahæfni og metnaður
Fríðindi í starfi
- Íþróttastyrkur
- Símastyrkur
- Gott mötuneyti
- Skemmtilegir vinnufélagar
- Öflugt starfsmannafélag
Auglýsing birt12. mars 2025
Umsóknarfrestur23. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Dalvegur 30, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
AfstemmingDKHönnun ferlaMannleg samskiptiReikningagerðSjálfstæð vinnubrögð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Greining orku- og sérleyfismála með umbætur að leiðarljósi
Umhverfis- og orkustofnun

Markaðsstjóri Breiðabliks
Breiðablik

Fjármálastjóri
Rún Heildverslun

Tækniþjónustustjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Umhverfis- og skipulagssvið

Sérfræðingur í mannauðsmálum / HR Business Partner
Alcoa Fjarðaál

Sr. Sales Success representative
Linde Gas

Sr. Sales Success representative – Process Foods
Linde Gas

Sérfræðistarf á Þjónustu- og upplýsingasvið
Skatturinn

Sérfræðistörf á Eftirlits- og rannsóknasviði
Skatturinn

Sérfræðistörf á Álagningarsviði
Skatturinn

Starfsmaður óskast í lestun og skjalagerð
Seafood Service

Supply Chain Manager
Icelandic Glacial