
Víðistaðakirkja
Víðistaðakirkja heyrir til hinni íslensku þjóðkirkju, sem er evangelísk lútersk kirkja - og er söfnuður fólks sem búsett er í Víðistaðasókn í Hafnarfirði. Kirkjan er ekki eingöngu fallegt guðhús með einstæðum listaverkum í hrauninu við Víðistaðatún, heldur fyrst og fremst hreyfing fólks sem á samleið í trúnni á Guð sem Jesús Kristur birtir og boðar.
Víðistaðakirkja vill byggja upp sýnilegt, litríkt og vaxandi samfélag sem vekur og nærir kristna trúariðkun og andlegt líf, leggur áherslu á að mæta sérhverri manneskju þar sem hún er stödd á lífsleiðinni, veitir liðsinni og skjól - hvort sem hún tilheyrir Þjóðkirkjunni eða ekki. Þá er það markmið Víðistaðakirkju að virkja fólk í starfi sínu og efla það til þjónustu við Guð og náungann.
Víðistaðakirkja í Hafnarfirði auglýsir eftir kirkjuverði í fullt starf.
Kirkjuvörður Víðistaðakirkju hefur umsjón með kirkjunni, sér um að hún sé jafnan tilbúin til athafna; að kirkjan sé utan sem innan þannig, að kirkjugestir finni að snyrtimennska og virðing fyrir helgum stað sé í öndvegi.
Helstu verkefni og ábyrgð
Umsjón með kirkju og búnaði hennar, þjónusta við helgihald og aðstoð við safnaðarstarf, umsjón með útleigu, tónleikahaldi og upptökum, bókun viðburða í kirkju og safnaðarheimili, þrif á salarkynnum og önnur verkefni í samráði við sóknarprest og sóknarnefnd.
Menntunar- og hæfniskröfur
Áhugi á kirkjulegu starfi, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfileikar og snyrtimennska, hæfni í mannlegum samskiptum, lipurð, stundvísi og þjónustulund. Góð íslensku- og enskukunnátta æskileg svo og almenn tölvukunnátta.
Auglýsing birt2. desember 2025
Umsóknarfrestur17. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaValkvætt
Staðsetning
Garðavegur 23, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar