Djúpskel ehf
Djúpskel ehf
Djúpskel ehf

Viðhalds- og tæknistjóri

Djúpskel ehf á Djúpavogi leitar að Viðhalds- og tæknistjóra.

Djúpskel ehf er þriggja ára gamalt fyrirtæki á Djúpavogi sem framleiðir umbúðir undir fersk matvæli.

Á Djúpavogi er mikill uppgangur í kjölfar uppbyggingar laxeldis á Austfjörðum. Djúpivogur er fjölskylduvænt samfélag með alla helstu þjónustu s.s. leikskóla, grunnskóla, verslanir og veitingastaði og þar sem auðvelt er að njóta náttúru og menningar

Bent er á að þetta er reyklaus vinnustaður, þ.e. verksmiðjan sjálf og umráðasvæði hennar.

Umsækjendum er bent á að senda inn umsóknir ásamt ferilskrá og meðmælum á netfangið jon@djupskel.is fyrir 30.11.24.

Nánari upplýsingar veitir Jón Þór Jónsson verksmiðjustjóri, jon@djupskel.is. S: 660-1005

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið felur í sér umsjón með vélbúnaði fyrirtækisins, ss. mótunarvélum, gufukatli, loftpressum, færibandakerfum, kælikerfi, prentvél ofl. Almennu og fyrirbyggjandi viðhaldi, viðgerðum, mótaskiptum ofl.

Menntunar- og hæfniskröfur

  Vélstjórnar- eða tæknimenntun.

•  Reynsla af umsjón og rekstri raf- og vélbúnaðar.

•  Þekking á iðnstýringum er kostur.

•  Reynsla í málmsmíði er kostur.

•  Almenn tölvukunnátta, reynsla af viðhaldsforritum er kostur.

•  Enskukunnátta.

•  Stundvísi, samviskusemi, snyrtimennska og áreiðanleiki.

•  Lyftararéttindi er kostur.

Auglýsing birt29. október 2024
Umsóknarfrestur30. nóvember 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Víkurland 6, 765 Djúpivogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar