Hurð ehf
Hurð ehf

Viðhald og uppsetning iðnaðarhurða

Starfið felur í sér vinnu við viðhald og uppsetningu á ýmiskonar hurðum, hliðum og öðrum skildum tækjabúnaði.
Starfinu fylgir nokkur líkamleg áreynsla, þó það sé breytilegt eftir verkefnum. Oft er unnið á tröppum, í stiga, á vinnupalli eða vinnulyftu.
Af og til unnið í kringumstæðum þar sem lágt er til lofts eða þrengsli.

Vinnan snýst að verulegu leiti um greiningu vandamála, bæði á vél-, raf- og tölvubúnaði. Áhugi á að leysa vandamál og skila góðu verki er nauðsynlegur. Gagnlegt er að umsækjandi hafi reynslu eða menntun af einhverju sem nýtist við starfið (vélvirkjun, rafvirkjun, vélstjórn...)

Megnið af vinnunni fer fram víðsvegar um höfuðborgarsvæðið, utan bækistöðvar vinnustaðarins.
Um helmingur vinnunar fer fram utandyra en er eftir bestu getu hagað eftir veðurfari.
Hluti vinnu fer fram utan höfuðborgarsvæðisins, nokkrum sinnum á ári jafnvel á vestfjörðum, norður- eða austurlandi.

Mörg verkefni eru í smærri kantinum, þannig að ekki sé þörf á að fleiri en einn séu við verkið. Í þeim tilvikum þar sem umfang verks er meira en svo að einn ráði við með góðu, fara tveir eða fleiri saman í verkið. Ef einn er verkefnalaus og annar getur þegið hjálp, er þó alltaf gott að nýta tækifærið og létta undir með samstarfsmönnum.

Vinnutími er almennt 8-17 virka daga. Af og til lengri dagar þegar mikið liggur við. Styttri dagar mögulegir eftir atvikum, ef starfsmaður óskar þess. Hugsanleg helgarvinna og bakvaktir, sé áhugi fyrir slíku.

Fyrirkomulag starfsins og vinnutími eru ekki algerlega niðurnjörvuð og margvíslegir möguleikar koma til greina, eftir því hvað best fellur að hæfileikum, aðstæðum og þörfum þess sem hreppir starfið.

Ýmislegt má læra í starfinu og öðlast reynslu sem gagnast á mörgum sviðum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að skila góðu verki og halda þannig jafnt viðskiptavinum sem vinnuveitanda glöðum.
  • Að koma vel fram við viðskiptavini og samstarfsmenn.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskukunnátta frumskilyrði.
  • Góð framkoma og heiðarleiki.
  • Metnaður til að skila góðu verki er mikilvægur.
  • Menntun sem kemur að gagni, hvort sem hún hefur endað með prófskírteini eða ekki: Rafvirkjun, vélvirkjun, vélsmíði, vélstjórn, málmiðnir, málmsuða eða aðrar skildar greinar.
  • Hæfileiki til að vinna í höndum, greina og leysa vélræn vandamál.
  • Reynsla af vinnu eða fikti við vélbúnað, rafbúnað, farartæki, tölvur og forritun.
  • Þokkaleg enskukunnátta nokkuð mikilvæg.
  • Öll önnur tungumál gagnleg, að minnsta kosti til gamans.
  • Almenn ökuréttindi (á fólksbíl eða lítinn sendibíl). Frekari réttindi geta komið að gagni.
  • Lyftara og vinnuvélaréttindi mjög gagnleg.
Fríðindi í starfi
  • Ýmis fríðindi eru umsemjanleg fyrir góða starfsmenn.
Auglýsing stofnuð2. apríl 2024
Umsóknarfrestur9. apríl 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Höfðabakki 3, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn ökuréttindiPathCreated with Sketch.RafvirkjunPathCreated with Sketch.SkyndihjálpPathCreated with Sketch.SmíðarPathCreated with Sketch.VélvirkjunPathCreated with Sketch.Vinnuvélaréttindi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar