Steypustöðin
Steypustöðin var stofnuð árið 1947 og eru aðalstöðvar félagsins á Malarhöfða 10 Reykjavík.
Steypustöðin er með útibú á nokkrum stöðum eins og Hafnarfirði, Selfossi, Helguvík, Borgarnesi og Þorlákshöfn ásamt tveimur færanlegum Steypustöðvum.
Eins og nafnið gefur kynna til er meginstarfssemi félagsins framleiðsla og afhending á steypu. Félagið rekur einnig helluverksmiðju, flotbíla fyrir flotmúr, múrverslun, efnisvinnslu og stærstu einingaverksmiðju landsins í Borgarnesi.
Hjá félaginu starfa nú um 300 starfsmenn
Viðgerðarmaður á Selfossi
Viðgerðarmaður á Selfossi
Steypustöðin á Selfossi leitar að sterkum og þjónustudrifnum viðgerðarmanni í fullt starf. Ef þú hefur brennandi áhuga á vinnutækjum, vinnur vel í hóp og hefur sterka öryggisvitund þá gæti þetta verið rétta starfið fyrir þig.
Starfið felst í viðhaldsverkefnum og viðgerðum á almennum vinnutækjum svo sem steypubílum, steypudælum, vinnuvélum og malarvinnslutækjum. Við leitum að metnaðarfullum og drífandi einstakling inn í okkar góða teymi. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn til að takast á við nýjar og fjölbreyttar áskoranir í góðum hóp.
Við hvetjum öll kyn og þjóðerni til að sækja um. Um framtíðarstarf er að ræða.
Kostur er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vélaviðgerðir
- Eftirlit með steypustöðvum
- Bregðast við frávikum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð mannleg samskipti
- Sjálfstæði og frumkvæði í starfi
- Vinnuvélaréttindi æskileg
- Samviskusemi og stundvísi
- Reglusemi og snyrtimennska
- Grunn íslenska æskileg
- Reynsla í viðgerðum á stærri tækjum
Fríðindi í starfi
- Námskeið og fræðsla
- Fjölbreytt verkefni
- Hádegismatur
- Jákvætt og hvetjandi vinnuumhverfi
- Líkamsræktarstyrkur
Auglýsing birt4. desember 2024
Umsóknarfrestur29. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
GrunnfærniNauðsyn
Staðsetning
Hrísmýri 8, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
BifvélavirkjunBílvélaviðgerðirFrumkvæðiMannleg samskiptiMetnaðurSamviskusemiStundvísiVélvirkjunVinnuvélaréttindi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Bifvélavirki óskast
Bílhúsið ehf
Yfirvélstjóri/hafnarvörður hjá Hafnasamlagi Norðurlands bs.
Hafnasamlag Norðurlands
Bifvélavirki / Mechanic
Lotus Car Rental ehf.
Starfsmaður í Þjónustuver
Toyota
Starfsmaður óskast í móttöku verkstæðis
Bílaspítalinn ehf
Ertu handlaginn?
Trésmiðja GKS ehf
Starfsmaður á verkstæði
Klettur - sala og þjónusta ehf
Bifvélavirki
Toyota
Tjónaskoðun
Toyota
Akraborg leitar að vélvirkja/iðnfræðing í fullt starf
Akraborg ehf.
Starfsmaður á verkstæði
Dynjandi ehf
Vélstjóri
First Water