

Viðburða- og móttökustjóri
Loft Hostel er staðsett í hjarta borgarinnar, vinsæll viðkomustaður þeirra sem vilja tilla sér niður og njóta í heimilislegu en jafnframt fjölþjóðlegu umhverfi.
Staðurinn á 10 ára afmæli í sumar og því ætlum við að fagna. Hostelið er margverðlaunað fyrir gæða- og umhverfisstarf sitt og hefur hlotið nafnbótina Heimsins besta Hostel af Hostelling International. Efsta hæðin er viðburðastaður og bar sem státar af besta útsýninu í bænum.
Vinnuumhverfið er skapandi og samkvæmt hugsjón Farfugla varðandi mikilvægi ábyrgrar ferðamennsku og sjálfbærni í rekstri.
Starf viðburða- og móttökustjóra er stjórnunarstarf með mannaforráð. Fullt starf sem unnið er á vöktum.
Þú ert rétti aðilinn í starfið ef þú ert leiðtoginn með metnað fyrir uppbyggingu á hostelinu og skemmtilegum bar- og viðburðastað.











