Wake Up Reykjavik SF
Wake Up Reykjavik SF
Wake Up Reykjavik SF

Við leitum að sölu- og þjónustu meistara í teymið!

Hæ!

Við erum Wake Up Reykjavík, lítið ferðaskrifstofu fyrirtæki sem leitum nú að fleiri snillingum í teymið okkar.

Við leitum að vel skipulögðum og metnaðarfullum einstaklingi til þess að ganga til liðs við skrifstofuteymið okkar til lengri tíma sem sölu- og þjónustufulltrúa.Starfið felur í sér að sjá um að svara fyrirspurnum kúnna og samstarfsaðila í bæði tölvupóstum og síma. Með því að svara fyrirspurnum á hraðan, skilvirkan og vandaðan máta. Einnig leitum við að einstaklingi sem er glöggur í að greina tækifæri til sölu og getur breytt almennri fyrirspurn yfir í sölu. Fyrirspurnignar snúast aðlega að aðal vörunni okkar The Reykjaík Food Walk (sjá hér https://wakeupreykjavik.com/tour/the-reykjavik-food-tour). Einnig myndi einstaklingurinn sinna almennum skrifstofustörfum innan fyrirtækisins og sjá um samskipti við aðra starfsmenn innan fyrirtækisins (matarleiðsögumenn) sem og utan þess (samstarfsaðila). Starfið getur því verið fjölbreytt og krefjandi en við lofum því að það er ávallt skemmtileg!

Reynsla úr ferðamálageiranum og úr sölu- og þjónustustörfum er mikill kostur.

Þar sem við erum lítið og náið fyrirtæki leitumst við ekki bara af hæfum einstaklingi heldur líka einhverjum sem passar inn í teymið, viðkomandi þarf því einnig að vera opinn og skemmtilegur, eiga auðvelt með að tala fyrir framan fólk, þekkja Reykjavík og landið okkar vel og hafa gott vald á talaðri og skriflegri ensku.

Þessa staða er spennandi tækifæri fyrir rétta aðilann til þess að vera hluti af skemmtilegu og ört vaxandi fyrirtæki.

Ef þú heldur að þú værir rétta manneskjan í starfið, endilega sendum okkur línu hér á Alfreð!

Við viljum einnig fá persónulegt kynningarbréf þar sem þú útskýrir hvers vegna þú ættir að fá stöðuna, hvenær þú gætir hafið störf og hvaða launakröfur þú hafir.

Vinnutími er alla virka daga frá 9:00 - 17:00 með möguleika á auka helgarvinnu.

Við vonumst til að heyra frá þér sem fyrst! 🧡

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Að svara fyrirspurnum ferðamanna í gegnum tölvupóst og síma
 • Að svara fyrirspurnum á hraðan og vandaðan máta
 • Að svara fyrirspurnum í síma (á ensku)
 • Að selja ferðamönnum ferðir sem við bjóðum upp á
 • Almenn skrifstofustörf
 • Samskipti við starfsfólk (matarleiðsögumenn) og aðra samstarfsaðila. 
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Reynsla úr þjónustu- og sölustörfum er kostur
 • Reynsla úr ferðamálageiranum er kostur
 • Góð tölvukunnátta
 • Góð færni í ritaðri og skrifaðri Ensku 
 • Góð sölumennska
 • Góð samskiptafærni og jákvætt viðhorf
Auglýsing stofnuð9. júlí 2024
Umsóknarfrestur19. júlí 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaFramúrskarandi
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Klapparstígur 25-27 25R, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.SölumennskaPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar